fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fimm milljarðar í trjádrumbum

Fjórir menn bíða dóms vegna smygls á miklu magni metamfetamíns

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 21:30

Fjórir menn bíða dóms vegna smygls á miklu magni metamfetamíns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn eiga yfir höfði sér þunga dóma, verði þeir fundnir sekir um að hafa skipulagt smygl á miklu magni metamfetamíns, sem þeir höfðu að sögn komið fyrir í trjádrumbum. News.com greinir frá þessu.

Mennirnir mættu fyrir dóm í Perth á vesturströnd Ástralíu fyrir helgi. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir síðan í júní, en hún hófst þegar timbrið kom til Ástralíu frá Afríku. Í timbrinu fundust 106 pakkningar af metamfetamíni, alls 45,6 kíló. Götuvirði efnisins er talið ríflega 5 milljarðar íslenskra króna, eða 45,6 milljónir dollara.

Farmurinn var fluttur frá Perth til heimilisfangs suður af Perth, þar sem tveir menn, 42 og 54 ára, voru handteknir og ákærðir fyrir innflutning á miklu magni ólöglegs dóps.

Frekari rannsókn leiddi lögreglu að tveimur öðrum mönnum, annar þeirra 29 ára gamall Nígeríumaður, sem var handtekinn og framseldur til Ástralíu. Dómur verður kveðinn upp yfir einum mannanna á morgun, miðvikudag, en hinir mega bíða til 16. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt