fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Vanræksla ljósmæðra og sérfræðilæknis ástæða þess að Nói Hrafn lést

Áttu að bregðast við varúðarmerkjum töluvert fyrr

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fæðingarstofan leit út eins og eftir stríð. Blóð, tæki og tól út um allt.“ Þetta segir Karl Olgeir Karlsson faðir Nóa Hrafns Karlssonar lést þann 8. janúar 2015 að völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu nokkrum dögum áður.

Hættumerki hunsuð

Fjallað var um mál þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs í Kastljósi í kvöld. Sonur þeirra lést vegna mistaka starfsfólks Landspítalans en málið er það alvarlegasta sem upp hefur komið á spítalanum. Landlæknir segir vanrækslu ljósmæðra og sérfræðilæknis ástæðu þess að barnið lést. Hættumerki í fæðingunni voru hunsuð en þau komu fyrst fram mörgum klukkustundum áður en gripið var inn í.

Þá segir Landlæknir að foreldrum Nóa Hrafns hafi verið sýnd ótilhlýðileg framkoma, er þeim var ítrekað neitað um samtal við lækni.

Sigríður segir í viðtalinu við Kastljós að henni hafi liðið eins og verið væri að beita þau ofbeldi meirihluta fæðingarinnar.

„Ég geri mér grein fyrir að þetta voru ekki einhverjir sturlaðir ofbeldismenn sem voru yfir okkur. En þetta var eins og pynting. Þar sem að er bara ekkert hlustað á mann.“

Stór og hraustur drengur

Sigríður segir að Nói Hrafn hafi verið stór og hraustur strákur. 15 merkur og 55 sentímetrar. Þegar ljóst var að drengurinn myndi ekki lifa af vildu foreldrar hans láta reyna á hvort hægt væri að gefa úr honum líffærin.

„Það var allt rannsakað alveg bak og fyrir. Ég veit ekki alveg af hverju ég er eitthvað að reyna að verja hann. En mér finnst að það þurfi að koma skýrt fram að það var ekkert að honum. Og hefði ég fengið þá hjálp sem þurfti til þess að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag.“

Kvörtun vegna mistakanna

Sigríður og Karl leituðu til Landlæknis í maí í fyrra og lögðu fram kvörtun í 13 liðum vegna andláts sonar þeirra og meintra mistaka starfsfólks spítalans.

Líkt og fram kemur í Kastljósi er niðurstaða Landlæknis í máli Nóa Hrafns og foreldra hans þessi: „Að heilbrigðisstarfsmönnum hafi orðið á vanræksla og mistök sem ollu óafturkræfum heilaskaða drengsins og urðu honum að aldurtila. Auk þess sýndu heilbrigðisstarfsmenn foreldrunum ótilhlýðilega framkomu.”

Áttu að bregðast fyrr við

Þá taldi Landlæknir hafa borið á hættumerkjum mun fyrr en mat spítalans kvað á um, en þar eru hin eiginlegu mistök sögð hafa orðið á síðustu klukkustundum fæðingarinnar.

Að mati Landlæknis sýndu ljósmæður af sér vanrækslu með því að hafa ekki brugðist fyrr við varúðarmerkjum í fósturriti sem komu fram 7 til 8 klukkustundum áður en Nóa Hrafni var komið í heiminn með sogklukkum. Endurlífga þurfti barnið eftir fæðingu en þá þegar hafði súrefnisleysi valdið svo miklum heilasakaða að Nói lést fimm dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf