fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sigríður Eyrún: „Þetta er bara ótrúlega hrokafullt og olli dauða barnsins okkar“

Nói Hrafn lést skömmu eftir fæðingu – Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara ótrúlega hrokafullt og stórhættulegt og olli dauða barnsins okkar,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem varð fyrir því í ársbyrjun 2015 að missa son sinn vegna mistaka starfsfólks á Landspítalanum.

Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld en málið er það alvarlegasta sinnar tegundar sem komið hefur upp á spítalanum. Á Facebook-síðu Kastljóss má sjá sýnishorn úr umfjölluninni og þá var fjallað stuttlega um málið á vef RÚV í morgun.

Sigríður og eiginmaður hennar, Karl Olgeir Olgeirsson, eignuðust soninn Nóa Hrafn í janúar á síðasta ári. Hann lést skömmu eftir fæðinguna. Í umfjöllun Kastljóss kemur fram að fljótlega hafi komið í ljós að fyrirstaða væri í fæðingarveginum sem gerði það að verkum að fæðingin gekk erfiðlega.

Sigríður hafði fengið mænudeyfingu og segist hún ekki hafa fundið neina rembingstilfinningu. Hún hafi verið látin í ýmsar stellingar þar sem hún rembdist en allt kom fyrir ekki. „Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað. Ég var bara að biðja um hjálp,“ er haft eftir henni á vef RÚV.

Þó að ljóst væri að ekki væri allt með felldu kom aldrei til þess að læknir væri fenginn á staðinn til að meta stöðuna. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann,“ segir hún í umfjölluninni en síðar kom í ljós að fæðingarritinn var ekki tengdur.

Vaktaskipti urðu meðan fæðingin stóð yfir og sú ljósmóðir sem tók við sá fljótlega að ekki væri allt með felldu. „Klukkutíma eftir að hún mætir í vinnuna var hann dáinn,“ segir Sigríður.

Hér má sjá sýnishorn úr Kastljósþætti kvöldsins:

Sigríður hefur áður tjáð sig um sonarmissinn. Það gerði hún í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni í nóvember í fyrra eins og Pressan greindi frá.

„Ég hef upplifað í allri þessari sorg og reiði hvernig það er að vera foreldri sem hefur misst barn. Þetta er staða sem enginn á að þurfa að vera í en því miður gerist þetta. Það sem ég vil helst í heiminum er að enginn gleymi einstaklingnum sem ég gekk með í 42 vikur. Hann var til og það vil ég að allir muni. Hann var 15 merkur og 54cm og hét Nói Hrafn,“ sagði Sigríður meðal annars í færslunni.

Kastljós verður á dagskrá Sjónvarps í kvöld klukkan 19.35.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis