fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sænskur auðkýfingur fannst látinn

Hafði verið saknað síðan í lok júní

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski auðkýfingurinn Christer Ericsson fannst látinn um helgina, tveimur mánuðum eftir að hvarf.

Ericsson hafði verið saknað síðan 27. júní, en þá fannst mannlaus bátur í hafinu fyrir utan Gautaborg. Strax vöknuðu grunsemdir um að Ericsson hefði verið um borð og það fékkst síðar staðfest.

Talsmaður lögreglu, Thomas Fuxborg, staðfesti á laugardag að líkið sem fannst væri af Ericsson. Fannst það skammt frá þorpinu Marstrand í sveitarfélaginu Kungälv af fólki sem átti leið um. The Local í Svíþjóð greinir frá þessu.

Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað og virðist Ericsson hafa látist af slysförum.
Sem fyrr segir hafði Ericsson verið saknað síðan 27. júní, en síðar þann sama dag fannst mannlaus bátur á reki. Mikil leit var gerð í kjölfarið sem bar engan árangur.

Ericsson, sem hlaut viðurnefnið Gulldrengurinn á níunda áratug liðinnar aldar, var frumkvöðull og farsæll kaupsýslumaður. Hann þróaði til að mynda nýja aðferð við að flytja gáma í og af fragtskipum. Hann stofnaði síðar eigið fyrirtæki, Consafe, sem byggði meðal annars íbúðir fyrir starfsmenn olíuborpalla. Undir það síðasta var Ericsson fyrirferðamikill í rekstri fyrirtækja í upplýsingatækni og skyldum greinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni