fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stella brotnaði saman þegar hún opnaði sig um eineltið: „Ég er bara búin að fá nóg af þessu“

Kvíði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir – Hrósað fyrir að opna sig

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara búin að fá nóg af þessu. Að vera alltaf manneskjan sem lendir úti í horni,“ segir Stella Finnbogadóttir, 18 ára stúlka á Sauðárkróki. Stella tjáði sig á opinskáan hátt í myndbandi á Facebook-síðu sinni um einelti og útskúfun sem hún segist hafa mátt þola. Stella veitti DV leyfi til að birta myndbandið og segist hún vona að það verði öðrum í sömu sporum og hún hvatning til að stíga fram.

Er öðruvísi en aðrir

„Ég veit ekki af hverju en alla mína ævi hef ég orðið fyrir fordómum. Ég er öðruvísi, ég reyni ekki að passa inn, haga mér öðruvísi, klæði mig öðruvísi og ég er lögð í einelti og útskúfuð fyrir að vera ég,“ segir Stella í myndbandinu.

Stella bjó fyrstu ár ævi sinnar á Ísafirði og þar kveðst hún hafa orðið fyrir einelti. En sumarið fyrir 7. bekk flutti hún til Sauðárkróks og þá bjóst hún við – og vonaði – að betra myndi taka við. „Ég hugsaði nýr bær, nýr tækifæri, frábært. En svo fór allt að endurtaka sig. Ég var útskúfuð og það vildi enginn vera með mér,“ segir Stella sem kveðst hafa átt tvær vinkonur í 10. bekk. Önnur hafi verið „svartur sauður“ eins og hún en hin algjörlega misskilin eins og hún orðar það.

Sjálfsvígshugsanir

Stella segir að á Sauðárkróki sé fullt af fólki sem tilbúið er að traðka ofan á henni. Hún kveðst hafa hætt í skóla vegna þess að hún fékk þá tilfinningu frá samnemendum sínum að hún væri einskis virði. „Eftir fyrstu önnina mína í menntaskóla byrjuðu slæmu kvíðaköstin og þunglyndisköstin og um jólin gat ég ekki hugsað um annað en að drepa sjálfa mig.“

„Eftir fyrstu önnina mína í menntaskóla byrjuðu slæmu kvíðaköstin og þunglyndisköstin og um jólin gat ég ekki hugsað um annað en að drepa sjálfa mig.“

Stella segir að þessar neikvæðu hugsanir hrjái hana á hverjum degi. „Ég er andlega vængbrotin. Ég lendi í því að fólk keyrir framhjá mér og kallar mig drusla, hóra, ógeð og svo margt annað. Ég er búin að fá nóg,“ segir Stella sem brotnaði saman í myndbandinu. „Ég er búin að fá nóg af því að allir líti framhjá mér því ég er öðruvísi.“

Kemur vel fram við fólk

Sjálf segist Stella ekki eiga skilið slíka framkomu enda komi hún vel fram við þá sem koma vel fram við hana. „Líf mitt er bardagi og þið látið eins og það sé allt í lagi að ráðskast með mig,“ segir Stella.

Myndbandið sem hún birti hefur vakið mikla athygli og á það hefur verið horft hátt í þrjú þúsund sinnum. Fjölmargir reyna að stappa stálinu í Stellu í athugasemdum við myndbandið og hrósa henni fyrir það hugrekki sem hún sýnir með því að stíga fram og opna sig. „Við sem þekkjum þig elskum þig öll og vitum hvað þú ert yndisleg,“ segir einn í athugasemdunum. Annar segir: „Þú ert HETJA, að segja okkur sögu þína. Þú ert glæsileg og falleg ung kona og haltu áfram að vera þú sjálf. Er óendanlega stolt af þér að þora.“

Mikil viðbrögð

Í samtali við DV kveðst Stella hafa fengið mikil viðbrögð við myndbandinu. „Já, frá fullt af fólki. Bæði ættingjum og fólki sem þekkir mig ekki neitt en eru að lenda í svipuðum aðstæðum,“ segir hún og bætir við að von hennar sé sú að aðrir í sömu sporum opni sig um tilfinningar sínar.
Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“