fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stærsti skjálfti frá upphafi mældist í Kötlu í nótt

Tvær öflugar skjálftahrinur í Mýrdalsjökli

Kristín Clausen
Mánudaginn 29. ágúst 2016 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær jarðskjálftahrinur mældust í Mýrdalsjökli í nótt. Stærsti skjálftinn sem mældist í hrinunni er jafnframt sá stærsti síðan nútímamælingar hófust. Skjálftinn var 4,6 og næst stærsti skjálftinn mældist 4,5.

Í frétt RÚV segir að fyrri hrinan hafi byrjað um klukkan hálf 2 í nótt. Skjálftarnir í þeirri hrinu voru 10 og stærsti mældist 2,4.

Önnur skjálftahrina hófst þegar klukkuna vantaði nítján mínútur í tvö. Í henni voru skjálftarnir færri en öflugri.

Tveir stærstu skjálftarnir í seinni hrinunni voru 4,5 og 4,6 og nokkrir um þrír. Síðan þá hefur verið rólegt í Kötluöskju, nokkrir smærri skjálftar hafa fundist en langt er á milli þeirra.

Jarðskjálftarnir urðu í sigkötlum á vatnasviði Múlakvíslar og í Kötluöskjunni og þar með í eldstöð KötluSigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á

Veðurstofunni, segir að engra óróamerkja hafi orðið vart í tengslum við jarðskjálftana, hvorki gosóróa né jökulhlaupaóróa, aðeins hafi verið um skjálftavirkni að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat