fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tveir handteknir við Skarfabakka: Reyndu að komast um borð í erlent skemmtiferðaskip

Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum í dag

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo erlenda menn við Skarfabakka rétt fyrir hádegi í dag. Í dagbók lögreglu kemur fram að mennirnir hafi verið að reyna að komast um borð í erlent skemmtiferðaskip. Að sögn lögreglu voru mennirnir komnir inn á lokað svæði við skipið og voru að reyna að komast um borð þegar þeir voru handteknir.

Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu, en þeir eru sagðir vera 16 og 17 ára gamlir. Af þeirri ástæðu var Barnavernd kynnt málið.

Lögregla hafði svo á fjórða tímanum í dag afskipti af manni sem var í annarlegu ástandi við Hringbraut. Hann var sagður ósjálfbjarga vegna vímu og var hann vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Um ellefu leytið í morgun var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi við Smáralind. Hann var ekki viðræðuhæfur vegna ástands, að sögn lögreglu, og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þá var tilkynnt um slys í sundlaug rétt fyrir hádegi í dag. Þar hafði maður dottið utan í skilit og fengið skurð á bakið. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en að sögn lögreglu komst lögregla ekki á vettvang vegna anna.

Loks var tilkynnt um eignaspjöll við Vættaskóla um eitt leytið í dag. Þar höfðu þrjár stórar rúður verið brotnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni