fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Tveimur bjargað af eyðieyju í Kyrrahafi: Rituðu SOS í sandinn

Hafði verið saknað í tæpa viku – Bandaríski sjóherinn kom auga á neyðarkallið

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska sjóherinn bjargaði lífi tveggja einstaklinga sem voru strandaglópar á eyðieyju í Kyrrahafi. Hjónin Linus og Sabina Jack, sem bæði eru á sextugsaldri, höfðu skellt sér í siglingu á litlum mótorbát fyrir nokkrum dögum.

Þegar þau skiluðu sér ekki til baka var farið að grennslast fyrir um þau og það var svo á föstudag að bandaríska strandgæslan kom auga á þau á lítilli eyju í Míkrónesíu. Höfðu hjónin ritað SOS í sandinn og það virðist hafa orðið þeim til lífs, að því er BBC greinir frá. Þyrla frá bandaríska sjóhernum kom auga á hjálparbeiðnina og var eftirleikurinn tiltölulega auðveldur.

Hjónanna hafði verið sakna í tæpa viku, eða eftir að þau lögðu af stað frá eyjunni Weno. Þau villtust hins vegar af leið og þegar þau skiluðu sér ekki til baka var óttast að eitthvað hefði komið fyrir.

Björgunaraðilar leituðu á mjög stóru svæði og komu fimmtán bátar, flugvél og þyrla þátt í leitinni. Hjónin eru sögð hafa verið ágæta heilsu þegar þau fundust.

Þetta er í annað skiptið sem fólki er bjargað af eyðieyju í Kyrrahafi, en í aprílmánuði var þremur strandaglópum bjargað af eyjunni Fanadik í Míkrónesíu. Mennirnir mynduðu orðið „Help“ á ströndinni með því að nota greinar af pálmatrjám og björgunarvestin sem þeir höfðu meðferðis. Mennirnir höfðu verið á eyjunni í þrjá daga þegar bandaríski sjóherinn bjargaði þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk