fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna neyðarboða frá íslenskri flugvél

Björgunarsveitir kallaðar út og þyrla send í loftið – Öll aðstoð afturkölluð eftir að náðist í flugmanninn

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað á fimmta tímanum í dag eftir að stjórnstöð tók að berast neyðarboð frá íslenskri flugvél yfir landinu. Í tilkynningu segir að haft hafi verið samband við Flugstjórnarmiðstöð sem upplýsti að viðkomandi flugvél væri á flugi yfir landinu og áætlaði lendingu í Skagafirði um tveimur og hálfum tíma síðar.

Ekki náðist í flugmann vélarinnar sem var einn um borð en neyðarboð bárust hins vegar áfram. Þá var talsvert af flugvélum á flugi yfir Íslandi sem tilkynntu að þær heyrðu í neyðarsendi.

„Þá þegar kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og áhöfnina á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, bæði norðanlands og sunnanlands kallaðar út auk þess sem samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð til samræmis við neyðaráætlun flugslysa,“ segir í tilkynningunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið stuttu eftir að neyðarboðið barst en fljótlega eftir að þyrlan fór í loftið, eða um korter yfir fimm náðist í flugmann flugvélarinnar í gegnum farsíma. Reyndist þá flugvélin vera á flugi í Skagafirði og allt í góðu lagi. Var þá þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við og allar bjargir afturkallaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu