fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Þórðarson ósáttur: „Þetta er ekki gamli bærinn minn“

Bannar Reykjanesbæ að flytja lagið Gamli bærinn minn á Ljósanótt

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Gunnar Þórðarson, hefur óskað eftir því að lag hans, Gamli bærinn minn, verði ekki flutt þegar hátíðin Ljósanótt fer fram í Reykjanesbæ eins og venjan hefur verið.

Gunnar, sem sleit barnskónum í Keflavík, segir í tilkynningu sem hann sendi Víkurfréttum að hann sé ósáttur við framkomu Reykjanesbæjar í máli sem tengist fjölskyldu hans.

„Samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt. Þetta er ekki gamli bærinn minn,“ segir Gunnar í tilkynningunni. Hann fer ekki nánar út í við hvaða samskipti hann er ósáttur við.

Lagið hefur verið flutt á laugardagskvöldi Ljósanætur þegar flugeldasýningin fer fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu