fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Norwegian bætir við þremur áfangastöðum frá Keflavík

Ætla að bjóða upp á lág fargjöld og sveigjanleika fyrir farþega

Kristín Clausen
Laugardaginn 27. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust ætlar norska lággjaldaflugfélagið Norwegian að hefja flug frá Íslandi til þriggja nýrra áfangastaða. Það eru London, Barcelona og Madríd. Í dag flýgur Norwegian frá Keflavík til Osló og Bergen.
Frá 1. nóvember mun félagið fljúga til London á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Sama dag verður jómfrúarflug Norwegian frá Keflavík til Madrid. Þangað verður flogið tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.

Frá og með 2. nóvember mun Norwegian svo fljúga frá Keflavík til Barcelona. Áætlunarflugið verður tvisvar í viku. Á miðvikudögum og laugardögum.

Í tilkynningu frá Thomas Ramdahl, framkvæmdastjóra Norwegian, segir að félagið ætli að bjóða upp á lág fargjöld og sveigjanleika fyrir farþega. Þar segir einnig að Norwegian hafi trú á að flugleiðirnar muni stuðla að fjölgun ferðamanna á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala