fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Lokuðu Bláfjallaafleggjara vegna eldflaugar: „Svo kom bara púff“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 27. ágúst 2016 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan hálf sex í dag hafði vegfarandi samband við Landhelgisgæsluna en hann hafði þá fundið tvo hluti sem hann taldi vera sprengjur stutt frá Bláfjallaafleggjaranum hjá Sandskeiði og lét strax vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Þar segir að Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafi farið strax á staðinn og við nánari skoðun sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar kom í ljós að um var að ræða annars vegar eldflaug sem margir þekkja undir nafninu Bazooka og hins vegar sprengjukúlu.

Sprengjurnar reyndust vera frá síðari heimstyrjöldinni en svæðið var á sínum tíma notað sem æfingasvæði.

Eftir mat sprengjusérfræðinga á aðstæðum var ákveðið að loka þjóðvegi númer 1 og komu tveir lögreglubílar á svæðið til að framkvæma lokunina. Eyddu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengjunum og eftir það opnaði lögreglan aftur fyrir umferð.

Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson var á svæðinu. Hann segir á Facebook-síðu sinni.

„Einn bílstjórinn kom labbandi til mín þar sem ég var við lokun og spurði hvað væri í gangi…. ég svaraði því til að það væri sprengja…. .hann bakkaði 2 skref…….. svo kom bara smá púff skömmu síðar.“

Landhelgisgæslan þakkar fyrir árvekni þessa vegfaranda en hlutir sem þessir geta verið hættulegir og ætti fólk því ávallt að láta þá liggja óhreyfða og tilkynna tafarlaust um þá til Landhelgisgæslunnar.

Meðfylgjandi eru myndir af sprengjunum. Fyrri myndin er af eldflauginni og sú síðari af sprengjukúlunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga