fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Anna Sigurlaug brotnaði saman og leitaði sér aðstoðar: „Miður sín yfir ósvífnum blekkingum“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 27. ágúst 2016 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sigmundur hringdi í mig strax að loknu viðtalinu og honum var greinilega brugðið yfir framkomu sjónvarpsmannanna. Við hittumst í Ráðherrabústaðnum og hann sagði mér frá því hvernig þetta hefði gengið fyrir sig. Fyrst í stað fannst mér þetta ekkert stórmál því við höfðum allt okkar á hreinu í þessum málum og pólitískir andstæðingar Sigmundar hafa oftar en ekki reynt að koma höggi á hann út af þessum eignum án þess að þeir hefðu erindi sem erfiði. En svo fann ég hvað honum leið illa yfir þessari framkomu. Það er ekki margt sem kemur honum úr jafnvægi en hann á það til að treysta fólki of vel og var miður sín yfir að hafa verið beittur svo ósvífnum blekkingum,“ þannig kemst Anna Sigurlaug Pálsdóttir að orði í viðtali við Morgunblaðið. Þar ræðir hún upplifun sína á þeim atburðum sem varð til þess að eiginmaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin svokölluðu.

Anna segir að hún hafi látið sænsku þáttagerðarmennina fá öll skjöl varðandi eignarhaldsfélagið Wintris en hvergi hafi verið vikið að þeim útskýringum. Umfjöllunin hafi öll miðast að því að koma höggi á Sigmund Davíð.

„Þeir voru með langan spurningalista sem þeir þyrftu að fá svör við. Á þeim tímapunkti þegar þessar spurningarnar bárust gerðum við þau mistök að trúa þeim og halda að þarna væri verið að reyna að komast að kjarna og sannleika málsins.“

Þá segir Anna Sigurlaug á öðrum stað:

„Mér þótti mjög ósanngjarnt að maðurinn sem hafði staðið í lappirnar fyrir hönd þjóðarinnar í gríðarlega stórum málum og erfiðum og náð árangri sem vakið hefur athygli um allan heim, var látinn gjalda fyrir umfjöllun sem ekki stóðst nokkra skoðun.“

Staðreyndir

Aðalsteinn Kjartansson fyrrum starfsmaður Reykjavík Media fjallar um viðtalið á Facebook og telur líklegt í kjölfar viðtalsins að reynt verði að afbaka staðreyndir sem komi fram í Panamagögnunum.

„Þá er ágætt að hafa í huga að staðreyndir eru ekki skoðanir sem maður getur verið sammála eða ósammála um,“ segir Aðalsteinn og bætir við að það sé staðreynd að Sigmundur og Anna hafi átt aflandsfélag á Tortóla og hann selt eiginkonu sinni hlut í félaginu fyrir 1 dollar daginn áður en ný lög um aflandsfélög gengu í gildi á Íslandi. Þá hafi Wintris verið kröfuhafi í þrotabú bankanna þriggja.

„Þessar upplýsingar voru ekki opinberar almenningi (kjósendum) fyrr en greint var frá þeim í fjölmiðlum. Sigmundur Davíð og eiginkonan hans vildu ekki eða gátu ekki sýnt nein gögn sem spurt var um þegar umfjöllun um félagið var í vinnslu. Það hafa þau heldur ekki gert síðan þrátt fyrir að fleiri fjölmiðlar hafi spurt. Sigmundi Davíð var ítrekað boðið í annað viðtal vegna Wintris, sem hann hafnaði, en bauð sjálfur óformlegan leynifund sem ekki mátti vitna til.“

Tók mikið á

Anna Sigurlaug segir að allt í kringum afsögn Sigmundar Davíðs hafi tekið mikið á og brotnaði hún saman. Áfallið var slíkt að Anna leitaði sér sálfræðiaðstoðar.

Anna segir enn fremur að mikil harka og ofboðsleg grimmd sé hlaupin í samfélagið á mörgum sviðum. Bak við tölvuskjái láti margir margt ósmekklegt falla og ráðist sé harkalega á fólk.

„Við Sigmundur höfum verið heppin með að dóttir okkar sem er fjögurra ára skilur ekki það sem í gangi er og er ekki að velta sér upp úr öllum þeim ömurlegu skrifum sem finna má á netinu um okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“