fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ágústa Arna höfuðkúpubrotin og lömuð eftir 6 metra fall: Fjölskyldan óskar eftir aðstoð þjóðarinnar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 27. ágúst 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Arna barðist fyrir lífi sínu eftir að hún féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð á Selfossi fyrr í vikunni. Fall Ágústu var rúmlega sex metrar. Kraftaverk er að hún er á lífi. Ágústa er lömuð frá brjósti. Hún er höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og hlaut slæmt hryggjarbrot.

Slysið var á Selfossi þar sem skrifstofu Sunnlenska fréttablaðsins eru til húsa. Á þriðju hæð eru svalir en þar er brunastigi. Op var á svalagólfinu en engin rist eða önnur vörn og féll Ágústa þar niður. Fallið var 6,3 metrar niður á steypa stétt og slóst Ágústa utan í svalir á leiðinni.

Ágústa er aðeins þrítug og þarf nú á stuðningi að halda á þessum erfiðu tímum. Hún er komin úr öndunarvél og getur tjáð við fjölskyldu sína sem er hjá henni öllum stundum.

Ljóst er að hún á langa og erfiða baráttu fyrir höndum sem auk þess að taka á líkamlega og andlega, mun reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið.

Margt smátt gerir eitt stórt og því hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ágústu Örnu til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan er.

Reikningurinn er hjá Arion banka og verður Róbert Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá bankanum, fjármálastjóri söfnunarinnar.

Reikningsnúmerið er 0325-13-110203 og er kennitala hennar 270486-3209.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi