fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sveik út vörur í vélum Icelandair: Talinn tengjast erlendum glæpasamtökum

Auður Ösp
Föstudaginn 26. ágúst 2016 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar umfangsmikið fjársvikamál sem upp kom laugardaginn 13. ágúst síðastliðinn. Einn sætir gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Umræddur farþegi hefur ítrekað komið til landsins, með flugvélum Icelandair. Er hann grunaður um að hafa greitt fyrir ferðir sínar í gegnum vef Icelandair með stolnum greiðslukortaupplýsingum. Hann er einnig grunaður um, í ferðum sínum, að hafa svikið út með sama hætti vörur sem seldar eru um borð í flugvélunum fyrir háar fjárhæðir.

Hinn grunaði er talinn tengjast erlendum skipulögðum glæpasamtökum sem hafa það að markmiði að svíkja út dýran lúxusvarning um borð í flugvélunum og selja á götum úti erlendis.

Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en hinn grunaði, sem hefur komið við sögu erlendra lögregluyfirvalda vegna samkonar brota, hefur gengist við brotum sínum að hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala