fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sér ekkert athugavert við að borga fyrir betri heilbrigðisþjónustu

Gera má betur til að bjóða upp á valfrelsi í heilbrigðismálum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 26. ágúst 2016 07:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sér ekkert athugavert við að fólk geti greitt fyrir það að fá betri heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Hildur í viðtali í Fréttablaðinu í dag en hún stefnir sem kunnugt er á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í haust.

Í viðtalinu segir Hildur að gera megi betur í að bjóða upp á valfrelsi í velferðarmálum. „Við sjálfstæðismenn höfum haft þá skoðun lengi að það sé í lagi, og það halli ekki á neinn, þó að við bjóðum upp á aukna þjónustu varðandi eitthvað sem þá kostar. Þessi tiltekna þjónusta hefði hvort sem er aldrei verið í boði hjá hinu opinbera en það væri hægt að kaupa sér aukaþjónustu og fá þannig peninga inn í kerfið til að standa betur að þeirri grunnþjónustu sem við viljum tryggja,“ segir Hildur meðal annars.

Hún spyr einnig hvers vegna heilbrigðiskerfið sé svo heilagt að ekki megi taka áhættu og finna upp á einhverju nýju ef það heitir velferð og heilbrigðiskerfi. Við stöndum í útflutningi á hugviti og spyr hún af hverju ekki megi sýna sömu hugmyndaauðgi og sköpun í heilbrigðismálum.

„Við erum alltaf að tala um mikilvægi þess að fólk fái að taka áhættu og vera í viðskiptum til að halda úti atvinnu. Mér finnst óþarfa viðkvæmni og pínu hættulegt ef það á að halda því til streitu að ekkert af þessu megi gera ef það tengist heilbrigðiskerfinu,“ segir Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis