fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan varar við notkun fentanýls

Stórhættulegt lyf sem getur valdið dauða

Kristín Clausen
Föstudaginn 26. ágúst 2016 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á að notkun verkjalyfsins fentanýl skal ávallt vera í samráði við lækni.“ Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem kemur í kjölfar fregna af manni sem hneig niður í miðborg Reykjavíkur um helgina. Síðar um kvöldið lést vinur mannsins á heimili sínu. Grunur leikur á að mennirnir hafi báðir neitt fentanýl sem er rótsterkt lyfseðilsskylt lyf.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að Fentanýl er mjög sterkt verkjalyf og getur valdið dauða hjá þeim sem kunna ekki með það að fara.

„Fjölmörg dauðsföll á Norðurlöndunum eru rakin til notkunar á fentanýl, en lögreglan rannsakar nú andlát ungs manns á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi þar sem grunur leikur á að umrætt lyf hafi komið við sögu.“

Lögreglan hefur jafnframt áhyggjur að fentanýl kunni að ganga hér kaupum og sölum í formi dufts, kristalla og taflna.

„Vitað er að fentanýl er boðið til sölu á netinu hjá aðilum í Asíu og Suður-Ameríku. Lögreglan ítrekar að fentanýl er mjög sterkt verkjalyf og því stórhættulegt í höndum þeirra sem kunna ekki með það að fara og á einvörðungu að nota í samráði við lækni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt