fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Landsbankinn hafnaði hærra kauptilboðinu

– Seldi einbýlishús í Hafnarfirði á undirverði – Kaupandinn leiddi Borgunarhópinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. ágúst 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn féllst í janúar á kauptilboð í einbýlishús í Hafnarfirði sem var 2,5 milljónum króna lægra en annað tilboð sem bankanum barst rúmum mánuði áður. Bankinn seldi einbýlishúsið án þess að hafa aftur samband við tilboðsgjafann sem átti hærra boðið. Verkferlum um sölu íbúðarhúsnæðis í eigu fyrirtækisins var í kjölfarið breytt og tilboðsgjafinn beðinn afsökunar. Húsið var selt Magnúsi Magnússyni, fjárfesti og forsvarsmanni Eignarhaldsfélagsins Borgunar, og eiginkonu hans.

Steinþór Pálsson sagðist í frétt DV fyrir viku ekki eiga von á öðru en að niðurstaða Ríkisendurskoðunar á eignasölu bankans yrði sú að alltaf hafi verið farið eftir reglum og verkferlum bankans. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu í mars síðastliðnum að reglum og verkferlum hefði verið breytt vegna Borgunarmálsins.
Bankastjórinn Steinþór Pálsson sagðist í frétt DV fyrir viku ekki eiga von á öðru en að niðurstaða Ríkisendurskoðunar á eignasölu bankans yrði sú að alltaf hafi verið farið eftir reglum og verkferlum bankans. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu í mars síðastliðnum að reglum og verkferlum hefði verið breytt vegna Borgunarmálsins.

Mynd: Mynd Landsbankinn

„Þykir þetta afar leitt“

Einbýlishúsið, sem er 210 fermetrar að stærð og stendur við götuna Lækjarberg í Hafnarfirði, var í eigu Hamla, dótturfélags Landsbankans sem sér um umsýslu og sölu eigna sem ríkisbankinn leysir til sín vegna fullnustu krafna. Húsið var auglýst til sölu þann 14. desember 2015 og var ásett verð 69,8 milljónir króna. Sex fasteignasölur tóku eignina til sölumeðferðar og þremur dögum síðar barst fyrsta boð upp á 64 milljónir króna. Tilboðsgjafinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við DV að hann og eiginkona hans hefðu haft augastað á húsinu í mörg ár og áður gert tilboð í það árið 2010.

Bankinn hafnaði tilboðinu og gerði gagntilboð upp á 67,5 milljónir. Tilboðsgjafinn sætti sig ekki við það verð og í kjölfarið bárust bankanum lægri tilboð, sem öll voru undir 60 milljónum króna, frá öðrum áhugasömum aðilum. Þann 21. janúar síðastliðinn, rúmum mánuði eftir að bankanum barst 64 milljóna tilboðið, samþykkti hann kauptilboð Magnúsar Magnússonar og Brynhildar Helgadóttur, eiginkonu hans. Hljóðaði það upp á 61,5 milljónir. Kaupsamningur um eignina var svo undirritaður í byrjun apríl.

Bankanum þykir þetta afar leitt og hefur beðið viðkomandi velvirðingar.

„Bankinn taldi á þessum tímapunkti að upphaflegt verðmat hefði verið of hátt og var því tilbúinn til að fallast á lægra verð. Því miður var ekki haft samband við þau sem höfðu boðið 64 milljónir kr. þann 17. desember 2015 til að kanna hvort þau hefðu áhuga á að endurvekja tilboð sitt. Bankanum þykir þetta afar leitt og hefur beðið viðkomandi velvirðingar,“ segir í skriflegu svari Landsbankans við fyrirspurn DV.

Verklagi breytt

Hjónin sem áttu hærra boðið íhuguðu um tíma að fá lögfræðing til að kanna hvort Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu íslenska ríkisins, væri skaðabótaskyldur vegna sölunnar. Í svari Landsbankans við fyrirspurn DV er bent á að fyrirtækið hafi í mars síðastliðnum sett sér nýja stefnu um sölu eigna og breytt verkferlum til samræmis við hana. Stefnubreytinguna má rekja til harðrar gagnrýni í kjölfar sölu bankans á 31,2% hlut í kortafyrirtækinu Borgun í nóvember 2014. Líkt og frægt er orðið seldi bankinn eignarhlutinn í lokuðu söluferli án þess að gera kröfu um hlutdeild í milljarðagreiðslu sem Borgun barst í júní síðastliðnum vegna yfirtöku Visa Inc. í Bandaríkjunum á Visa Europe.

Bankaráð Landsbankans ákvað fyrir tveimur vikum að höfða mál þar sem það telur bankann hafa farið á mis við fjármuni í viðskiptunum. Magnús Magnússon leiddi viðræður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. við Landsbankann en félagið keypti 24,96% hlut í kortafyrirtækinu. Í því tilviki viðurkenndu stjórnendur bankans, og hörmuðu, einnig mistök við sölu á þeirri eign.

„Af því tilefni vill Landsbankinn taka fram að við mat á tilboðum er litið til upphæðar tilboðs, greiðslutilhögunar og slíkra þátta, en ekki er kannað hvaða störfum viðkomandi tilboðsgjafi gegnir eða hefur gegnt. Starfsmaður bankans sem sá um sölu viðkomandi fasteignar hafði engar upplýsingar um störf viðkomandi tilboðsgjafa,“ segir í skriflegu svari Landsbankans vegna fyrirspurnar DV um söluna á einbýlishúsinu við Lækjarberg.

Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á allri eignasölu Landsbankans á árunum 2010–2016 eins og DV greindi frá fyrir viku. Ákveðið var að ráðast í hana vegna beiðna frá einstaka þingmönnum, Landsbankanum og Bankasýslu ríkisins um að hún tæki eignasöluna til skoðunar í kjölfar Borgunarmálsins. Niðurstaðan verður send Alþingi í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala