fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Átakanleg mynd: Hjón aðskilin eftir 62 ára hjónaband

Fjölmargir hafa deilt myndinni á Facebook

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 26. ágúst 2016 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd af kanadískum hjónum sem gift hafa verið í 62 ár hefur vakið mikla athygli síðan hún birtist fyrst á samskiptamiðlinum Facebook fyrir skemmstu.

Hjónin, sem komin eru á níræðisaldur, þurfa að búa á sitthvoru dvalarheimilinu fyrir aldraða þar sem þarfir þeirra eru ekki lengur þær sömu.

Það var barnabarn hjónanna, Ashley Bartyik, sem deildi myndinni og má í raun segja að hún sé að einhverju leyti lýsandi fyrir hjón í hárri elli. Undanfarna átta mánuði hafa þau búið á sitthvorum staðnum, þvert gegn vilja sínum. Þau hittast þó reglulega og það er ávallt erfitt að kveðja, eins og myndin sýnir.

„Þau gráta í hvert skipti sem þau hittast,“ segir Bartyik en afi hennar og amma, Wolf og Anita Gottschalk, eru búsett í Surrey í Bresku Kólumbíu vestast í Kanada. Í umfjöllun CBC kemur fram að Bartyik hafi biðlað til félagsmálayfirvalda í Surrey til að beita sér fyrir því að gömlu hjónin geti eytt ævikvöldinu saman.

Wolf, sem er 83 ára, þjáist af elliglöpum og segir Bartyik að mikilvægt sé að bregðast skjótt við því ástandi hans hrakar sífellt. Þá greindist hann með eitlakrabbamein fyrir skemmstu og er talinn eiga skammt eftir ólifað.

Um hálftíma akstur er á milli dvalarheimilanna sem hjónin dvelja á og reyna aðstandendur þeirra að tryggja að ekki líði margir dagar á milli þess sem þau hittast. Fjölmargir hafa deilt myndinni og tjáð sig um stöðu hjónanna. Bartyik segir að eftir 62 ára hjónaband eigi gömlu hjónin skilið að verja síðustu árunum saman, en ekki í sitthvoru lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga