fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Aldrei ódýrara að fljúga frá Keflavík

Meðalverð lækkar til nærri allra borga -Verð lækkar um 23% milli mánaða

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.045 krónur báðar leiðir og hefur ekki verið lægra þann tíma sem Dohop hefur framkvæmt verðkannanir. Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.

23% lækkun á flugverði milli tímabila

Þegar verð á flugi til þeirra áfangastaða sem samkeppni ríkir á markaði er skoðað fyrir næstu vikur kemur fram, eins og Dohop hafði reyndar áður spáð fyrir um, áberandi lækkun milli tímabila.

Heilt yfir lækkar flugverð um rúm 23%. Mestu ráða þar miklar lækkanir á flugi til borga í Evrópu, t.d. Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna.
Gera má ráð fyrir áframhaldandi lækkunum

Þegar verð á flugi næstu vikur eru skoðað og borið saman við verð á sama tíma í fyrra má sjá rúmlega 21% lækkun á meðalflugverði milli ára. Þróun á meðalflugverði árið 2015 bendir til þess að miðsumarið sé dýrasti tíminn til að kaupa flug en að verð falli hratt með haustinu.

Þó að flug sé nú 21% ódýrara en í fyrra gerir Dohop engu að síður enn ráð fyrir frekari verðlækkunum, að því gefnu að verð þróist eins og í fyrra.

Aðferð

Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur.

Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala