fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Yngvi yfirlæknir um mál Lilju: Börn yfirleitt í forgangi

Lilja Líf, 9 ára, þarf að bíða í fjóra daga til að komast í aðgerð vegna handleggsbrots

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er óvenjulangur tími og við hefðum gjarnan viljað að þetta hefði farið öðruvísi,“ segir Yngvi Ólafsson yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeildar Landspítalans í samtali við DV. Í frétt DV um Lilju Líf Aradóttur, 9 ára gamla langveika stúlku sem er með Downs Syndrome kom fram að hún þarf að bíða í 4 daga eftir að komast í aðgerð vegna handleggsbrots.

Faðir stúlkunnar, Ari Elíasson sagði í samtali við DV að sárt væri að horfa á barnið þjást og geta ekkert gert. Lilja Líf handleggsbrotnaði illa eftir að hún datt af grindverki síðastliðið mánudagskvöld. Stúlkan fær ekki tíma í aðgerð fyrr enn á föstudaginn sökum álags á vöknunardeild Landspítalans. Við það er Ari ósáttur en hann segir að þar sem Lilja sé með Downs Syndrome getur hún ekki tjáð sig eins og aðrir þegar kemur að því að segja til um hversu mikið hún finni til. Ari sagði:

„Hún kvartar um að henni sé illt í hendinni, en á skalanum 1 til 10 hversu mikill verkurinn er getur hún ekki tjáð sig.“

Lilja var sett í gifs og átti hún fyrst að fara í aðgerð daginn eftir en nú hefur sú aðgerð dregist eins og áður segir.

Gjörbreytt landslag

Yngvi Ólafsson segir að mikið álag hafi verið á þessum tíma. Ara var meðal annars tjáð að undanfarið hefðu margir erlendir ferðamenn leitað á spítalann vegna slysa og dóttir hans því ekki komist að. Það hafi meðal annars verið einn af flöskuhálsunum sem mynduðust á umræddum tíma. Yngvi staðfestir það og segir landslagið gjörbreytt en einn til tveir ferðamenn leita á Landspítalann á dag.

„Einmitt þá á mánudagskvöldið verður kúfur af erfiðum innlögnum og áverkum vegna slysa. Þegar kom fram á þriðjudag þurftum við að velja og hafna. Það hitti svo illa á að í þessari viku var verið að vinna við breytingar á húsnæði sjúkrahússins og færa rannsóknarstofuna til og byggja nýja skurðstofu og bæta við vöknun. Framkvæmdir hafa verið í gangi óslitið frá því í vor. Þeim á að ljúka í lok komandi viku og hafa þær þá dregist um tvær vikur alla vega.“

Börn yfirleitt í forgangi

Yngvi segir að þegar börn þurfi að komast í bráðaaðgerð séu þau yfirleitt í forgangi. „Það er óvenjulegt bráðaaðgerð sé frestað í svona langan tíma hjá börnum, því hafa nú almennt forgang. Það urðu einhverjir brestir á upplýsingaflæði og ekki lág fyrir hversu veik hún væri þegar ákvörðun var tekin.“

Í viðtali DV fyrr í dag sagði Ari að stúlkan beri sig ágætlega en sé þjökuð af sársauka.

„Frá því að hún vaknaði í morgun er hún ítrekað búin að segja mér að henni sé illt en hún getur ekki sagt til um hversu mikill sársaukinn er. Börn ættu að ganga fyrir og þá sérstaklega börn sem eru langveik.“

Átti að fara öðruvísi

Yngvi Ólafsson segir að álag og skerðing á plássum á vöknun spili einnig inn í en ekki sé hægt að framkvæma sama fjölda af aðgerðum eins og staðan er í dag.

„Við hefðum sennilega reynt að leggja meiri áherslu á að hún kæmist í dag. Það er eiginlega bara ákvörðun sem er tekin miðað við allt. Hún er komin í gifs, komin í meðferð og teljum hana ekki bíða skaða af að bíða fram á föstudag. Þetta er óvenju langur tími og við hefðum gjarnan viljað að þetta hefði farið öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu