fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Vill ganga með barnabarnið sitt

Dan og Kyia misstu barn og geta ekki átt fleiri – Mamma hans kemur til bjargar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sem níu barna móðir má ég ekki til þess hugsa að geta ekki eignast börn,“ segir Michelle Hearnden, 47 ára gömul áströlsk amma, sem hyggst ganga með og fæða fjórða barnabarnið sitt. Sonur hennar, Dan, og tengdadóttir, Kyia, misstu sex mánaða gamla dóttur sína; fyrirbura sem vó aðeins 620 grömm þegar hún fæddist. Hún lést í fyrra eftir að hafa glímt við krónískan lungnasjúkdóm.

Í kjölfar áfallsins var Kyia Kuiper greind með antiphospholipid heilkenni, en um er að ræða truflun á ónæmiskerfinu sem einkennist af ofstorknun á blóði og eða endurteknum fósturlátum. Henni hefur verið gert ljóst að frekari tilraunir til barneigna geti reynst henni lífshættulegar.

Parið sá ekki fram á að geta átt barn þegar móðir Hearnden bauðst til að gerast staðgöngumóðir barnsins. Sjálf gekk hún með níu börn. En tæknifrjóvgun er kostnaðarsöm. Parið hefur efnt til söfnunnar á GoFundMe.com þar sem markmiðið er að safna 15 þúsund dollurum, eða 1,7 milljón króna. Þegar þetta er skrifað hafa aðeins safnast 1.860 dollarar. „Við drögum fram lífið á einum launum en greiðum af íbúðar- og bílaláni. Við getum ekki safnað þessu á eigin spýtur. Mamma er að nálgast fimmtugt svo það væri hentugt ef þetta gengi hratt og vel fyrir sig,“ skrifar Dan á vefsíðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco