fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þrjú skotvopn voru um borð í skútunni

Sérsveitin var kölluð vestur í nótt sem leið – Skipstjórinn reyndist vera ölvaður – Sektaður af lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú skotvopn reyndust vera um borð í erlendri skútu sem lögregla hafði afskipti af á Suðureyri í nótt. Eins og greint var frá í morgun flutti þyrla Landhelgisgæslunnar sérsveitina vestur á firði eftir að tilkynning barst um mann um borð sem hótaði að beita skotvopni.

Skútan hafði lagst að bryggju í gærkvöldi. Þrír áhafnarmeðlimir fóru frá borði þegar lögregla kom á staðinn en tveir urðu eftir. Annar þeirra var sagður hafa haft í fyrrnefndum hótunum en í tilkynningu frá lögreglu nú í kvöld bendir ekkert til þess að skotvopnum hafi verið beitt eða reynt hafi verið að grípa til þeirra.

Fimm lögreglumenn fóru á vettvang og voru þeir vopnaðir. Á sama tíma var kallað eftir aðstoð sérsveitarinnar og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar sérsveitarmenn vestur. Þangað voru þeir komnir undir morgunn og var þá farið um borð í skútuna og maðurinn handtekinn.

Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í kvöld var um að ræða skipstjóra skútunnar og reyndist hann vera ölvaður við handtöku.

Yfirheyrslur yfir öllum skipverjum hafa farið fram í dag og hefur skipstjóranum nú verið sleppt lausum.

„Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur gert manninum sekt á grundvelli vopnalaga og einnig brota á lögum er varða tilkynningaskyldu skipa til vaktstöðvar siglinga.

Hald var lagt á þrjú skotvopn sem reyndust vera um borð í skútunni. Þau hafa verið afhent tollgæslunni. Við rannsókn málsins kom ekkert fram er bendir til þess að þeim hafi verið beitt eða reynt hafi verið að grípa til þeirra. Hins vegar töldu tilkynnendur sig hafa ástæðu til að ætla að skipstjórinn myndi grípa til þeirra vegna þess ágreinings sem varð um borð í skútunni í nótt,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala