fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Birgitta: Upplausnarástand í þinginu – kominn tími til að senda þingmenn heim

Fresta þurfti atkvæðagreiðslum á Alþingi í dag vegna fjarvista þingmanna

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að hálfgert upplausnarástand ríki í þinginu og kominn sé tími á að senda þingmenn heim og boða formlega til kosninga.

Fresta hefur þurft atkvæðagreiðslum á Alþingi í dag vegna fjarvista þingmanna. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, sagði á Facebook-síðu sinni í dag að ekkert vit væri í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga. Þessu er Birgitta sammála.

Eyjan greindi frá því í dag að aðeins þrjú mál væru á dagskrá þingsins auk umræðna um störf þingsins. Þessi þrjú mál þurfti svo að fella út af dagskrá vegna fjarvista þingmanna en um var að ræða atkvæðagreiðslur.

„Allir þingmenn Pírata voru í þinghúsinu þegar við fengum sms frá forseta þingsins klukkan tvö í dag. Það er ljóst að það eru þingmenn meirihlutans sem voru ekki í húsi og ekki hefur gengið nægilega vel að smala þeim í hús til að geta greitt atkvæði um ríkisstjórnarmál. Upplifi reyndar bara algert upplausnarástand á þinginu. Það er nákvæmlega ekkert á dagskrá nema ný mál sem ráðherrar vilja koma í gegn þrátt fyrir að það sé ekki tími faglegar yfirferðar,“ segir Birgitta á Facebook-síðu sinni.

Hún bætir við:

„Tek undir með Svandísi að það er engin ástæða til að viðhalda þingfundum, tími kominn á að senda þingið heim og formlega boða kosningar. Held reyndar að það standi hnífur í búvörusamingunum og það sé ástæða þess að það sé verið að halda þykjustufundi. Annars er nóg að gera í þingnefndunum og alveg snallt að gefa bara tíma til að þær geti fundað,) en það má ekki ef þingfundur er í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“