fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Neita aðild að hvarfi Guðmundar

Rannsókn á meintum þætti mannanna lokið

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennirnir tveir sem voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í sumar í tengslum við rannsókn setts saksóknara á hvarfi Guðmundar Einarssonar neita allri aðkomu að hvarfinu.

Þetta kemur fram á vef RÚV

Guðmundur hvarf sporlaust eftir dansleik í Hafnarfirði þann 27. janúar árið 1974 og hefur ekki sést síðan. Í frétt RÚV kemur fram að lögregla hafi nú lokið rannsókn á meintum þætti mannanna tveggja að hvarfi Guðmundar. Þá segir að settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi sent endurupptökunefnd rannsóknargögn og fer hún nú yfir og skoðar hvort þau gefi tilefni til frekari rannsóknar.

Eins og frægt er orðið voru sex einstaklingar dæmdir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, þeirra á meðal Sævar Ciesielski. Í frétt RÚV segir að gögn sem settur saksóknari hafi undir höndum varpi ljósi á hvernig Sævar var bendlaður við hvarfið á Guðmundi á sínum tíma.

Þá er haft eftir Birni L. Bergssyni, formanni endurupptökunefndar, að ekki standi til að rannsaka kenningu þess efnis að Geirfinnur Einarsson hafi látist í umferðarslysi á Keflavíkurvegi líkt og fram kemur í bók Ómars Ragnarssonar. Ástæðan sé einfaldlega sú að Ómari hafi lýst því yfir að hann muni ekki nöfn þeirra sem sögðu honum þá sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala