fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Krefur Þóru Tómasdóttur og Fréttatímann um bætur

Gunnar Bender segir mannorð sitt svert til langframa

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Gunnars Benders hefur sent ritstjórum Fréttatímans, Þóru Tómasdóttur og Gunnari Smára Egilssyni, harðort bréf vegna umfjöllunar blaðsins um meinta tilraun Gunnars og Eggerts Skúla Jóhannessonar til þess að svíkja háar fjárhæðir út úr Ábyrgasjóði launa. Í bréfinu er farið fram á bætur til handa Gunnari og að ummælin verði dregin tilbaka.

Lögmaður Gunnars er Jóhannes S. Ólafsson hjá Impact-lögmönnum. Í bréfi hans til Þóru og Fréttatímans, sem DV hefur undir höndum, er fullyrt að hvorki Ábyrgðasjóður launa né Gísli Davíð Karlsson, lögmaður sjóðsins, vilji kannast við að Gunnar sé grunaður um fjársvik og að slíkt hafi aldrei verið tjáð Þóru eða starfsmönnum Fréttatímans.

Gríðarleg áhrif á líf Gunnars til framtíðar

Mat lögfræðingsins er á þá leið að umfjöllun blaðsins og hinar meintu ærumeiðingar sem þar koma fram séu alvarleg brot á hegningarlögum sem séu sérstaklega vítaverð í ljósi þess að útbreiðsla Fréttatímans sé mikil. Mannorð Gunnars sé því svert um ókomna tíð. „Umbjóðandi minn er þekktur einstaklingur í íslensku þjóðlífi, meðal annars úr fjölmiðlum, og má því gera ráð fyrir að brotin komi til með að hafa gríðarleg áhrif á líf hans til framtíðar,“ segir Jóhannes.

Í því ljósi er farið fram á bætur að fjárhæð 700 þúsund krónur auk lögfræðikostnaðar sem og að birt verði afsökunarbeiðni í Fréttatímanum þar sem ummælin verða dregin tilbaka og fullyrt að þau séu röng. Þá er einnig farið fram á að fréttin verði annaðhvort fjarlægð af vefnum eða henni breytt með þeim hætti að öll ærumeiðandi ummæli í garð Gunnars verði fjarlægð úr fréttinni.

Þóra og ritstjórn Fréttatímans hafa frest til 1.september til þess að verða við kröfum Gunnars. Ef ekki verður orðið við þeim kröfum má búast við því að hann höfði mál.

Þá fjallaði DV um skuggalegar hótanir sem bárust Þóru í kjölfar sömu umfjöllunar. Þar sagði nafnlaus Facebook-notandi að hann ætlaði að „leika sér að“ Þóru og dóttur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi