fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kanna kosti aukins samstarfs við Færeyjar og Grænland

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirlýsing þess efnis að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli Íslands, Færeyja og Grænlands var undirrituð í dag af utanríkisráðherrum landanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir að skipaður verði vinnuhópur með fulltrúum þjóðanna og mun hann koma saman í fyrsta skipti í Nuuk í Grænlandi í október næstkomandi.

„Stjórnvöld í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi leggja ríka áherslu á aukið samstarf vest norrænu þjóðanna. Þingsályktanir þess efnis hafa verið samþykktar í öllum löndunum og tekur yfirlýsingin í dag mið af því. Í henni segir að aukið og nánara samstarf sé ekki síst mikilvægt í ljósi alþjóðlegrar vakningar um mikilvægi norðurslóða. Hagsmunir þjóðanna fléttist saman á margvíslegan og brýnt sé að skilgreina sameiginlega viðskiptahagsmuni þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Lilja Alfreðsdóttir undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands, Poul Michelsen fyrir hönd Færeyja og Vittus Qujaukitsoq fyrir Grænland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi