fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ingibjörg lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa e-töflu: Missti virðingu fyrir sjálfri sér eftir eineltið

Sagði við móður sína að hana langaði að prófa fíkniefni – Neysla vímuefna getur verið dauðans alvara

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Ingibjargar segir að dóttir sín hafi misst sjálfsvirðinguna að einhverju leyti eftir að hafa orðið fyrir einelti.
Kristín Frímannsdóttir Móðir Ingibjargar segir að dóttir sín hafi misst sjálfsvirðinguna að einhverju leyti eftir að hafa orðið fyrir einelti.

„Eftir eineltið missir hún aðeins virðinguna fyrir sjálfri sér,“ segir Kristín Frímannsdóttir, móðir Ingibjargar Melkorku Ásgeirsdóttur, sem lést í fyrrasumar, 17 ára gömul, eftir að hafa tekið inn eina og hálfa e-töflu. Kristín ræðir dauða dóttur sinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ingibjörg var fædd 8. mars árið 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést. Í broti úr umfjölluninni á vef Vísis kemur fram að Ingibjörg hafa snemma orðið utanveltu félagslega og í skólakerfinu. Þannig hafi hún verið greind með ofvirkni og athyglisbrest og eftir að hafa orðið fyrir einelti í grunnskóla hafi hún veikst andlega. Í viðtalinu við Stöð 2 segir Kristín að skólakerfið þurfi að taka betur á málum barna sem glíma við fjölþættan vanda líkt og Ingibjörg gerði.

Kristín segir að dóttir hennar hafi alveg verið til í að ögra sér og taka áhættu. Hún hafi í raun litið á lífið sem stoppistöð en ekki áfangastað og raunar verið búin að segja við móður sína að hana langaði til að prófa fíkniefni.

„Ég var náttúrulega að reyna að segja segja henni að það væri mjög óskynsamlegt, maður var svo sem oft búin að fara með henni yfir það . En hún var líka búin að segja mér að hún ætlaði að prófa þetta en það væri svo skrýtið að hún hefði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa þetta af. Hana langaði samt að prófa. Það var bara forvitni, að vita hvernig þetta virkar,“ segir Kristín í viðtalinu en Ingibjörgu er lýst sem góðhjartaðri og kröftugri stúlku sem hafði ríka réttlætiskennd.

Mynd: Skjáskot Vísir

Kristín sagði að dóttir hennar hafi ekki verið í fíkniefnum og ekki hafa tekið inn e-töflur áður en hún lést. Í viðtalinu kemur fram að enginn einstaklingur á Íslandi hafi dáið með eins lítið magn af e-töflum í blóðinu og hún gerði.
Ingibjörg Melkorka var búsett á Akranesi og lét hún eftir sig foreldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar veturinn áður en hún lést en áður stundaði hún nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi og í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Eins og kom fram í umfjöllun DV síðastliðið sumar sofnaði Ingibjörg eftir að hafa innbyrt eina og hálfa e-töflu aðfaranótt 31. maí á síðasta ári. Hún vaknaði ekki aftur og var úrskurðuð látin á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 2. júní.

Sem fyrr segir var þetta í fyrsta og eina skipið sem Ingibjörg hafði neytt e-taflna. Afleiðingarnar voru skelfilegar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ sögðu aðstandendur í yfirlýsingunni.

Hér má sjá sýnishornið úr umfjöllun Stöðvar 2 í kvöld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“