fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hvati til að taka sem hæst námslán

8 af þeim 20 einstaklingum sem skulda LÍN mest hafa ekki borgað krónu í 9 ár

Kristín Clausen
Mánudaginn 22. ágúst 2016 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim tuttugu einstaklingum sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) hæstu fjárhæðirnar, hafa átta ekki borgað krónu til baka síðastliðin níu ár.

Fréttablaðið greindi fyrst frá en upplýsingarnar má finna í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum. Það gerir um 13,3 prósent af heildarskuldinni.

„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN í samtali við Fréttablaðið.

Allir á listanum hafa verið við nám erlendis. Tólf einstaklingar af þessum 20 fengu lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Hann hefur ekki borgað af láninu síðastliðin níu ár.

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, bendir á að ekki sé gengið á ábyrðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það sé ekki raunin í umræddum málum en hægt er að fá undanþágu frá greiðslu vegna atvinnuleysis, veikinda eða ef viðkomandi hefur verið í lánsæfu námi.

Hrafnhildur segir það orðum aukið einstaklingarnir hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“