fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ekkert fékkst upp í þrotabú Pizza 67

Ráku á tímabili tvo Pizza 67 staði á höfuðborgarsvæðinu – Annar staðurinn boðinn til sölu á Bland.is

Auður Ösp
Mánudaginn 22. ágúst 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum í þrotabú P67 ehf., er lokið en félagið rak á sínum tíma pítsastaði undir merkjum Pizza 67, annan í Grafarvogi og hinn við Grensásveg. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu að lýstar kröfur hafi verið 32,3 milljónir króna. P 67 ehf. var lýst gjaldþrota þann 20.maí síðastliðinn en skiptum á þrotabúinu lauk þann 16.ágúst síðastliðinn.

Félagið opnaði Pizza 67 stað í Langarima í Grafarvogi í desember árið 2014. Félagið opnaði annan stað á Grensásvegi sumarið 2015. DV greindi frá því í desember í fyrra að fyrrum starfsmaður Pizza 67 hefði kvartað undan félaginu opinberlega vegna ógoldinna launa. Sagði hann fyrirtækið skulda sér um 950 þúsund krónur í laun. Gagnrýndi hann að fyrirtækið væri að færa út kvíarnar á meðan enn væri óuppgerðar launaskuldir við starfsfólk og sagði hann að félagið hefði þar að auki ekki greitt lífeyris né verkalýðsfélagagreiðslur.

Aðspurður sagði Anton Traustason, eigandi P67 eiga von á að afkoma fyrirtækisins myndi batna í desembermánuði og lofaði einnig að allir starfsmenn myndu fá greitt að fullu. Þá bætti hann við að að dýrt hefði verið að koma staðnum á Grensásvegi á laggirnar og því hefðu orðið tafir á skuldauppgjöri.

Þá greindi DV einnig frá því síðar í desember 2015 að veitingastaðurinn Pizza 67 í Grafarvogi hefði verið boðin til sölu á vefsíðunni Bland.is fyrir 10 milljónir króna. Höfðu þá borist fréttir um að rafmagnið hefði verið tekið af veitingastöðunum í Grafarvogi og við Grensásveg, þar sem ekki höfðu verið greiddir rafmagnsreikningar. Þá var Pizza 67 staðnum á Grensásvegi lokað um svipað leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks