fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ein lítil hugmynd breytti lífi fjölda heimilislausra til hins betra

Yfirvöld í Albuquerque fóru nýja leið til að aðstoða heimilislausa

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var liðið eitt ár síðan yfirvöld í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum ákváðu að fara nýja leið til að aðstoða heimilislausa íbúa borgarinnar.

Ákveðið var að bjóða heimilislausum og atvinnulausum íbúum borgarinnar vinnu við að halda borginni hreinni og fínni. Það var borgarstjórinn Richard Berry sem fékk hugmyndina þegar hann sá heimilislausan einstakling í miðborginni. Sá hélt á skilti sem á stóð: „Þarf vinnu. Hvað sem er hjálpar“.

Í umfjöllun Washington Post kemur fram að í stað þess að segja manninum að finna sér vinnu hugsaði Richard með sér að mögulega væri betra að bjóða honum og öðrum í hans stöðu vinnu. Þannig hófst þessi skemmtilega tilraun og er óhætt að segja að hún hafi undið upp á sig.

Ákveðið var að bjóða heimilislausum og atvinnulausum íbúum borgarinnar starf sem miðar að því að halda borginni hreinni og fínni. Borgin ákvað að verja 50 þúsund Bandaríkjadölum til að koma verkefninu af stað og fá þeir sem uppfylla ákveðin skilyrði vinnu við að tína rusl upp af götum borgarinnar.

Borgin borgar 9 Bandaríkjadali, rétt rúmar þúsund krónur, á tímann og nú þegar hafa hátt í þúsund einstaklingar nýtt sér þetta úrræði borgaryfirvalda. Og óhætt er að segja að borgin sé hreinni fyrir vikið því á þessu ári hafa starfsmenn tínt upp tæp 32 tonn af rusli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun