fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fleiri neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum

Auður Ösp
Laugardaginn 30. júlí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim hefur fækkað nokkuð sem eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum frá því í júlí í fyrra. Þannig segjast 67,7 prósent vera jákvæðor gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi nú, borið saman við 80 prósent á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR sem sneri að viðhorfi Íslendinga til erlendra ferðamanna hér á landi. Spur var: „Almennt séð, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnavart erlendum ferðamönnum á Íslandi?“

Nokkur munur var á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir búsetu, tekjum og kyni. Þeir sem að voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til þess að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þeir sem voru búsettir á landsbyggðinni. Þannig sögðust 71,7 prósent þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, borið saman við 60,3 prósent þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.

Þeir sem höfðu hærri heimilistekjur voru frekar jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þeir sem höfðu lægri heimilistekjur. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum, milljón eða meira á mánuði í heimilistekjur, sögðust 82,8 prósent vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 54,7 prósent þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum undir 250 þúsund á mánuði í heimilistekjur.

Þeir sem studdu Pírata voru síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en stuðningsfólk annarra flokka. Þannig sögðust 64,0 prósent þeirra sem studdu Pírata vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þeir sem sögðust styðja Samfylkinguna voru hinsvega jákvæðari gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en stuðningsfólk annarra flokka.

Þá sögðust 85,3 prósent þeirra sem studdu Samfylkinguna vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala