fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Verðandi forseti Íslands talar gegn kynferðisofbeldi: „Samþykki er sexí“

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti Íslands tekur skýra afstöðu í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Sendir hann því skýr skilaboð landsmanna nú þegar ein mesta ferða og skemmtanahelgi ársins er framundan.

Guðni mun taka við embætti á mánudaginn og verður þá formlega orðinn sjötti forseti íslenska lýðsveldisins. Forvarnarhópurinn Bleiki fílinn – átak gegn kynferðisofbeldi birtir meðfylgjandi myndskeið af sagnfræðingnum, fjölskylduföðurnum og nú verðandi forseta og skartar hann þar fögurbleikum stuttermabol með merki hópsins.

„Gott fólk. Fáið já. samþykki er sexí“ eru skilaboð Guðna inn í umræðuna sem áberandi hefur verið í undanfarna daga og vikur.

Á fésbókarsíðu Bleika fílsins kemur fram:

„Nauðgun er glæpur sem enginn vill ræða en við vitum öll að á sér stað, líkt og bleiki fíllinn í stofunni. Þaðan er komin þessi nafngift átaksins „Bleiki fíllinn.“ Við fórum af stað með átakið með það markmið að fá fólk til að ræða saman og horfast í augu við þennan glæp. Að undirstrika mikilvægi samþykkis í kynlífi. Að sá eini sem ber ábyrgð á nauðgun er sá sem nauðgar.

Vertu með okkur, ræðum saman um samþykki og hættum að láta brotaþola sitja uppi með ábyrgðina og skömmina. Ef við vitum af bleikum fílum, látum þá vita að við viljum þá ekki í okkar liði.

Stærsti liðurinn í vitundarvakningu hefur verið unnin í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd. Við höfum verið með fólk á okkar snærum sem fer um dalinn og ræðir við fólk um samþykki í kynlífi, við erum með aðgang að risaskjánum á stóra sviðinu þar sem sýnd hafa verið slagorð gegn kynferðisofbeldi, listamennirnir hafa sýnt okkur stuðning og spilað með fyrirliðabönd (með merki og slagorðinu: Ég vil enga bleika fíla í mínu liði), fyrirtæki í bænum hafa keypt af okkur boli sem starfsmenn þeirra nota yfir Verslunarmannahelgina. Enda hafa Vestmannaeyingar tekið þessu átaki fagnandi.

Vertu með okkur, berjumst gegn kynferðislegu ofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”