fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Sigmundur sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi“

Gæti verið að loka dyrunum að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningar, segir stjórnmálafræðingur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að fari svo að Framsóknarflokkurinn ætli sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sé líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga Jóhannsson fremur en Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð hefur látið hafa eftir sér að mikilvægt sé að ljúka þeim málum sem fyrir liggja áður en næstu kosningar fara fram – það liggi hreinlega ekkert á að ganga strax til kosninga. Sigmundur hefur talað á skjön við bæði Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson sem báðir hafa sagt að kosið verði í haust.

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór í viðtali í Fréttablaðinu í dag og bætir við að með ummælum sínum gæti Sigmundur Davíð verið að loka dyrunum að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu