fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Smári hafnar samsæriskenningu: „Sorry Sigmundur“

„Þú reyndist bara vera einn þeirra sem áttir aflandseignir og komst fram í skjölunum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fyrrverandi forsætisráðherra.

Mynd: 123rf.com

„Þú reyndist bara vera einn þeirra sem áttir aflandseignir og komst fram í skjölunum, og það þurfti að kanna þinn þátt þar í, rétt eins og við könnuðum þátt margra annarra auðmanna og aflandseyinga út um allan heim,“ segir píratinn Smári McCarty sem gefur lítið fyrir þær kenningar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, þess efnis að reynt hafi verið að koma höggi á hann í Panama-skjölunum.

Eyjan fjallar um þetta á vef sínum og vísar í Facebook-færslu Smára.

Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu í gær þar sem hann sagði að barátta hans í „haftastríðinu“ og verðtryggingarmálinu hafi átt stóran þátt í því að reynt hafi verið að koma á hann höggi með Panama-skjölunum. Smári, sem kom að úrvinnslu gagna upp úr skjölunum, þvertekur fyrir þetta.

„Sorry Sigmundur Davíð, en hafandi unnið í Panamaskjölunum get ég staðfest að þetta var ekki á nokkurn hátt unnið þér til höfuðs,“ segir Smári. Sigmundur sagði að aðförin að sér hefði verið í undirbúningi lengi og andstæðingar hans hafi beitt þessum gögnum sem „Soros-vogunarsjóðskóngurinn“ hafi keypt. Vísaði hann þar í auðmanninn George Soros sem að vísu sjálfur kom fyrir í Panama-skjölunum.

Panama-skjölin samanstanda af 11,5 milljónum skjala sem voru í vörslu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Nöfn þúsunda einstaklinga var að finna í skjölunum, þar á meðal fjölmargra Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“