fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Þór: „Dropinn sem fyllti mælinn var ömurlegt dauðaslys fyrr í sumar“

Börn Ólafs og fyrrverandi eiginkona lentu í umferðarslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum – „Ríkisvaldið verður að bregðast við fljótt og vel“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stundum er það þannig að maður áttar sig ekki almennilega á hlutunum fyrr en þeir bíta á manns eigin skinni,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, íbúi í Sandgerði og forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Ólafur vísar þarna í umferðarslys sem tvö börn hans og fyrrverandi eiginkona lentu í á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum.

Fórnarlömb opna sig

Nú stendur yfir átakið Stopp, hingað og ekki lengra, en það miðar að því að vekja athygli á mikilvægi þess að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Nú stíga fórnarlömb umferðarslysa á Reykjanesbraut fram og segja sögu sína og er sonur Ólafs einn þeirra sem birst hefur í einu af myndböndum hópsins. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni.

Sjá einnig: Sesselja Erna: „Ég kastaðist úr bílstólnum og var sú eina sem lifði af“

Fékk vægt áfall

Ólafur rifjar upp slysið á Facebook-síðu sinni, en það átti sér stað við einn afleggjarann niður í Reykjanesbæ. Bifreið sem fyrrverandi eiginkona Ólafs og tvö yngri börn þeirra voru í lenti þá í árekstri við aðra bifreið.

„Ég var lokaður inni á einhverjum fundinum með rafmagnslausan síma þegar þetta gerist og fékk vægt áfall þegar ég kom heim og fékk fréttir af fólkinu mínu inni á sjúkrahúsi eftir bílslys. Sem betur fer var lukkan í liði með börnunum og þau sluppu ómeidd en Katrín er enn í dag að fást við afleiðingarnar af þessu slysi. En það hefði svo auðveldlega getað farið mikið verr,“ segir Ólafur sem segir að við þetta slys hafi hann áttað sig á mikilvægi þess að klára framkvæmdir við Reykjanesbraut, frá Fitjum að flugstöð eins fljótt og mögulegt er.

„Það verður að fjarlægja þær dauðagildrur sem allir afleggjararnir á þeim kafla eru.“

Sameiginlegt baráttumál

„Það verður að fjarlægja þær dauðagildrur sem allir afleggjararnir á þeim kafla eru. Umferðarálagið á þessum kafla eykst í hlutfalli við þann fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Aukið öryggi á honum er því sameiginlegt baráttumál íbúa sveitarfélaganna þriggja vestast á Suðurnesjum og allra þeirra sem þurfa að fara til eða frá alþjóðlegum flugvelli á Miðnesheiði. Í mínum huga er þetta mikilvægasta vegaframkvæmdin fyrir íbúa í mínu sveitarfélagi í Sandgerði. Ég hef gert mitt til að koma því á framfæri þar sem ég hef starfað sem pólitískur fulltrúi bæði í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar. Á báðum stöðum hefur verið ályktað um mikilvægi úrbóta á vestasta hluta Reykjanesbrautar, síðast hjá okkur í Sandgerði þegar við fjölluðum um samgönguáætlun í apríl á þessu ári,“ segir hann.

„Verður ekki beðið lengur“

„Nú eru Suðurnesjamenn búnir að fá nóg og dropinn sem fyllti mælinn var ömurlegt dauðaslys fyrr í sumar. Það verður ekki beðið lengur og ríkisvaldið verður að bregðast við fljótt og vel. Gunnar Freyr sonur minn er annar þeirra sem kemur fram í þessu myndbandi sem var unnið á vegum hópsins sem stendur að átakinu „Stopp, hingað og lengra“. Vonandi verður þetta litla innslag hans ásamt ákalli allra okkar sem búum hér á Suðurnesjum til þess að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar verði kláruð sem fyrst,“ segir Ólafur en í lok myndbandsins hér að neðan tjáir sonur Ólafs sig stuttlega en auk hans kemur annar ungur drengur fyrir í myndbandinu sem einnig lenti í slysi á Reykjanesbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi