fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Nunnan opnar sig um hryllinginn í kirkjunni

Tóku voðaverkið upp á myndband –

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adel var skotinn til bana. Hann hafði tengsl við hryðjuverksamtökin ISIS sem lýstu ábyrgð á hendi sér.
19 ára Adel var skotinn til bana. Hann hafði tengsl við hryðjuverksamtökin ISIS sem lýstu ábyrgð á hendi sér.

Annar mannanna sem réðst vopnaður inni í kirkju í Normandí í Frakklandi í gærmorgun heitir Adel Kermiche. Adel var nítján ára en hann var skotinn til bana ásamt samverkamanni sínum eftir að hafa tekið prest kirkjunnar, hinn 84 ára gamla Jacques Hamel, af lífi. Annar gísl særðist einnig alvarlega.

Var á skilorði

Mennirnir ruddust inn bakdyramegin rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun og tóku sex manns í gíslingu, þar á meðal prestinn, tvær nunnur og kirkjugesti. Önnur nunnanna, Danielle, lýsir því í viðtali við franska fjölmiðla hvernig mennirnir myrtu prestinn, en sjálf slapp hún ómeidd.

Adel er sagður hafa verið stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, en samtökin lýstu yfir ábyrgð á voðaverkinu í gær. Að sögn franskra fjölmiðla hafði Adel komist í kast við lögin áður og er hann sagður hafa verið á skilorði þegar hann framdi voðaverkið. Þannig er hann sagður hafa verið með ökklaband svo lögregla gæti fylgst með ferðum hans. Skilorðið kvað á um að hann gæti um frjálst höfuð strokið og farið hvert sem er milli klukkan 8.30 að morgni til klukkan 12.30 og virðist hann hafa nýtt tímann til að fremja morðið.

Tóku verknaðinn upp

Danielle segir að mennirnir hafi neytt prestinn til að krjúpa fyrir framan altarið. Hún segir að þeir hafi svo predikað á arabísku áður en þeir skáru Hamel á háls. „Hann reyndi að verja sig en það var þá sem harmleikurinn átti sér stað,“ segir hún og bætir við að mennirnir hafi tekið voðaverkið upp á myndband. Þá hafi þeir sagt að „kristnir væru að drepa okkur“. Mennirnir voru skotnir til bana af lögreglumönnum þegar þeir stigu út úr kirkjunni. Þá höfðu þeir myrt Hamel og sært aðra nunnuna lífshættulega. Líðan hennar mun þó vera stöðug og er hún ekki lengur talin vera í lífshættu.

Slapp ómeidd en önnur nunna sem tekin var gíslingu særðist alvarlega.
Danielle Slapp ómeidd en önnur nunna sem tekin var gíslingu særðist alvarlega.

Í stríði við ISIS

Í raun réði tilviljun ein því að Hamel var myrtur, en hann var að leysa annan prest af vegna sumarleyfis þess síðarnefnda.

Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti staðinn í gær og sagði hann við það tilefni að Frakkar ættu í stríði við ISIS. Samtökin hafa beint spjótum sínum að Frakklandi reglulega undanfarin misseri og hafa samtökin – eða stuðningsmenn þeirra – myrt á þriðja hundrað manns á franskri grundu frá því í nóvember í fyrra.

Frönsk yfirvöld viðurkenndu í gær að bæði Adel og samverkamaður hans hafi verið undir eftirliti vegna hugsanlegra tengsla við hryðjuverkastarfsemi. Adel var búsettur hjá foreldrum sínum í Saint-Etienne-du-Rovray, þar sem voðaverkið var framið, en hann hafði áður dvalið í fangelsum í Frakklandi og í Sviss. Þeir voru báðir með gervisprengjur á sér og leikfangabyssur í bakpoka auk þess að vera með þrjá hnífa. Nafn hins árásarmannsins hefur ekki verið gert opinbert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat