fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jón Magnússon kallaði Semu Erlu pakk: „Ég ákvað að hringja í Jón“

Vill að Jón leiðrétti – Sóðaskapur og haturslisti

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, ákvað að hringja í Jón Magnússon hæstaréttalögmann og fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins eftir að hann uppnefndi hana pakk. Sagði Jón að honum hefði borist til eyrna að Sema Erla ásamt Gunnari Waage hefðu borið alvarlegar sakir á fólk og fyrirtæki og sakað það um kynþáttaníð. Í frétt Pressunnar er vitnað í Jón að nú væri komið verkefni fyrir haturslögregluna til að takast á við en hann tjáði sig upphaflega á Facebook:

„Svona pakk reynir eftir magni að eyðileggja málefnalega umræðu. Allir sem eru ósammála þeim eiga ekki rétt á að tjá sig og geri þeir það þá skulu þeir settir á dauðalistann til að auðvelda ISIS eftirleikinn – eða hvað?“

Ástæðu færslunnar má rekja til lista sem Gunnar hefur birti á vefsíðunni Sandkassanum þar sem birtur er listi yfir fólk sem sagt er vera nýrasismar. Á vefsíðunni er einnig að finna aðra einkennilega vefhluta eins og kúkur mánaðarins. Sema hefur meðal annars verið penni á umræddri síðu og það gagnrýnir Jón einnig. Jón sem hefur gagnrýnt nýsamþykkt útlendingalög og sagt þau samin á forsendum innflytjenda er á umræddum lista en þar má finna fólk héðan og þaðan í samfélaginu. „Ég mundi nú miklu frekar vorkenna þeim einstæðu mæðrum sem eru á þessum lista og hafa ekkert til saka unnið. Þetta er bara skítlegt. Mér skilst að Toshiki Toma prestur þjóðkirkjunnar sé í tengslum við þessa síðu. Reynist það rétt þá ætti hann að biðjast afsökunar,“ segir Jón ennfremur.

Bjóst ekki við þessu af Jóni

Sema Erla kveðst hissa á Jóni og segir með ólíkindum hversu langt fólk sé tilbúið til að ganga til að þagga niður í henni, ýta henni út úr umræðunni og gera lítið úr persónu hennar. Segir Sema að hún nenni ekki að elta ólar við allar rangfærslur sem séu settar á blað en segist vera hissa á málflutningi Jóns að fara niður á sama plan og það fólk sem hafi verið að rægja hana með dylgjum og lygum.

„Ég ákvað að hringja í Jón því ég býst við meira af mönnum eins og honum sem vilja láta taka sig alvarlega í umræðunni og mér hreinlega ofbauð þessar ásakanir hans. Við áttum ágætis samtal og ég sagði honum að þarna færi hann með rangt mál og ég stæði ekki að baki neinu sem hann sakar mig þarna um og hann tók því. Ég sagði honum að í hvert skipti sem ég set eitthvað fram í umræðunni geri ég það í mínu nafni og mæti hvert sem er og hverjum sem er til þess að standa fyrir mínu máli.“

Vill að Jón leiðrétti rangfærslur

Sagðist Sema vonast til að Jóni sæi sóma sinn í að leiðrétta rangfærslur og taka þær út „því þrátt fyrir allt erum við sammála um að svona eigi samfélagsumræðan ekki að vera.“

„Að lokum, ég lærði snemma að láta þetta mótlæti styrkja mig frekar en veikja í minni baráttu því að mínu mati er ekkert mikilvægara en mannréttindi, mannúð, réttlæti og jöfnuður fyrir alla! Ef þetta er í alvörunni kostnaðurinn við taka þátt í slíkri baráttu þá verður að hafa það, en sama hvað þeir reyna, þeir sem ala á fordómum, hatri og ótta munu aldrei fá að sigra og þeim mun aldrei takast að þagga niður í okkur sem höfnum slíkum málflutningi!“

Sóðaskapur og haturslisti

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eftir símtalið ákvað Jón ekki að breyta innleggi sínu en segir í dag á Facebook að hann hafi aldrei séð annan eins sóðaskap og haturslistana sem birtir eru á vefsíðu Gunnars. Þar gagnrýnir hann fleiri en Semu og segir að á meðan hún ásamt Halldóri Auðar borgarfulltrúa og séra Toshiki Toma séu tengd síðunni og taki ekki afstöðu gegn henni, þá séu þau að samþykkja sóðaskapinn.

„Hvað skyldi biskupinn yfir Íslandi segja um þetta athæfi þjóðkirkjuprestsins Toshiki Toma? Vænti svara við því, ef biskup eða kirkjumálayfirvöld eða Toshiki Toma hafa ekkert við þetta að athuga. Þá lýkur samfylgd minni og Þjóðkirkjunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala