fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Bragi: „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“

Segir boðun kosninga hafa verið háða skilyrðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar boðaður var sá möguleiki að kjósa í haust þá var það háð skilyrðum. Það var algerlega ljóst. Það þýðir ekki fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda einhverju öðru fram,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.

Mikið hefur verið rætt um fyrirhugaðar kosningar – eða ekki kosningar – í haust og eru stjórnarþingmenn ekki sammála um það hvort kosningar eigi að fara fram.

Gunnar Bragi segir á Facebook-síðu sinni að það sé alveg ljóst að klári þurfi ákveðin mál áður en gengið verður til kosninga.

„Ég veit ekki til þess að stjórnarandstaðan hafi lofað að hleypa áherslumálum ríkisstjórnarinnar í gegn, sem var eitt skilyrðið, þvert á móti. Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið. Ef stjórnarandstaðan eða aðrir halda öðru fram núna þá er það í besta falli einbeittur vilji til að segja ósatt, í versta falli lygi,“ segir hann.

Fleiri þingmenn Framsóknarflokksins hafa tekið í svipaðan streng. Meðal þeirra eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson .

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gærmorgun að ekki kæmi til greina að hætta við kosningarnar. „Menn eru byrjaðir að undirbúa kosningarnar og ég tel alveg útilokað annað en að menn standi við það,“ sagði hann í við RÚV í gærmorgun.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur látið hafa eftir sér að gengið sé út frá því að kosið verði í haust og fundað hafi verið um það. „Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“