fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Skógareldar, skóhýsi og vinalegu vélmennin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vélmenni sem eru til þjónustu reiðubúin, ást og gleði í Amsterdam, minningarathafnir í Kósovó og á Indlandi og glerskór sem ætlaður er til að lokka ungar konur í hjónaband. Þetta eru myndir vikunnar frá EPA.

Hér gefur að líta Kirkju háu hælanna, í Chiayi í Vestur-Taívan. Það kostaði 7,6 milljónir Bandaríkjadala að byggja þetta mikla glerhýsi. Skórinn er 17 metra hár, 11 metra breiður og 25 metra langur. Heimsmetabók Guinness segir þetta vera stærstu byggingu heims, sem er byggð eins og skór. Skórinn er eitt fjögurra minnismerkja til að minnast og heiðra konur sem fengu arsenikeitrun í kringum 1950 sem varð til þess að það þurfti að taka af þeim fætur. Fyrir vikið gátu þær ekki verið á háum hælum á brúðkaupsdaginn sinn. Kirkjan er sérstaklega hugsuð fyrir hjónavígslur.
Hér gefur að líta Kirkju háu hælanna, í Chiayi í Vestur-Taívan. Það kostaði 7,6 milljónir Bandaríkjadala að byggja þetta mikla glerhýsi. Skórinn er 17 metra hár, 11 metra breiður og 25 metra langur. Heimsmetabók Guinness segir þetta vera stærstu byggingu heims, sem er byggð eins og skór. Skórinn er eitt fjögurra minnismerkja til að minnast og heiðra konur sem fengu arsenikeitrun í kringum 1950 sem varð til þess að það þurfti að taka af þeim fætur. Fyrir vikið gátu þær ekki verið á háum hælum á brúðkaupsdaginn sinn. Kirkjan er sérstaklega hugsuð fyrir hjónavígslur.

Mynd: EPA

Hillary Clinton kynnti varaforsetaefni sitt, Tim Kaine, fyrir demókrötum og Bandaríkjunum öllum fyrir helgina. Hér má sjá þau kát á framboðsfundi.
Kát Hillary Clinton kynnti varaforsetaefni sitt, Tim Kaine, fyrir demókrötum og Bandaríkjunum öllum fyrir helgina. Hér má sjá þau kát á framboðsfundi.

Mynd: EPA

Ung kona gengur fram hjá minningarreit um fórnarlömb skotárásarinnar í München. Minningarreiturinn er í Pristinu í Kósovó. 10 létust, þar af þrír albanar, í árásinni sem var gerð á sunnudagskvöld.
Minning Ung kona gengur fram hjá minningarreit um fórnarlömb skotárásarinnar í München. Minningarreiturinn er í Pristinu í Kósovó. 10 létust, þar af þrír albanar, í árásinni sem var gerð á sunnudagskvöld.

Mynd: EPA

Gleðin var við völd í gleðigöngunni í Vondelpark í Amsterdam á laugardaginn.
Gleði Gleðin var við völd í gleðigöngunni í Vondelpark í Amsterdam á laugardaginn.

Mynd: EPA

Indversk skólabörn sitja og biðja fyrir áhöfn indversku herflugvélarinnar sem hvarf af ratsjá á laugardag. Börnin eru nemendur í skóla í Jammu. 29 voru um borið í vélinni, en nú fer fram mikil leit að henni.
Bænastund Indversk skólabörn sitja og biðja fyrir áhöfn indversku herflugvélarinnar sem hvarf af ratsjá á laugardag. Börnin eru nemendur í skóla í Jammu. 29 voru um borið í vélinni, en nú fer fram mikil leit að henni.

Mynd: EPA

Softbank Pepper-vélmennin stóðu keik þar sem þau voru til sýnis í Taívan á mánudag. Þau verða notuð til að aðstoða viðskiptavini Softbank.
Lýstu upp Softbank Pepper-vélmennin stóðu keik þar sem þau voru til sýnis í Taívan á mánudag. Þau verða notuð til að aðstoða viðskiptavini Softbank.

Mynd: EPA

[[100E490084]]

Slökkviliðsmenn takast á við elda í Santa Clarita í Kaliforníu. Eldarnir hafa geisað á stóru landsvæði með tilheyrandi eyðileggingu. Átján byggingar hafa þegar orðið eldunum að bráð.
Barátta Slökkviliðsmenn takast á við elda í Santa Clarita í Kaliforníu. Eldarnir hafa geisað á stóru landsvæði með tilheyrandi eyðileggingu. Átján byggingar hafa þegar orðið eldunum að bráð.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Í gær

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum