fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gíslatakan í Frakklandi: 86 ára prestur myrtur – útiloka ekki tengsl við ISIS

Jacques Hamel var vígður til prests árið 1958 – Var skorinn á háls af gíslatökumönnunum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu og sex ára gamall prestur Gambetta-kirkjunnar nærri bænum Rouen í Frakklandi var myrtur af gíslatökumönnum sem ruddust inn í kirkjuna í morgun. Annar gísl er sagður berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa verið stunginn með hnífi.

Mennirnir, sem voru tveir, eru sagðir hafa skorið prestinn á háls en þeir voru skotnir til bana af lögreglu skömmu síðar. Lögregla útilokar ekki að mennirnir tengist hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Fimm manns, þar á meðal presturinn sem var myrtur, Jacques Hamel, voru teknir í gíslingu í kirkjunni en í kirkjunni voru einnig tvær nunnur og tveir kirkjugestir. Talið er að gíslatökumennirnir hafi afhöfðað prestinn.

Óstaðfestar fregnir herma að mennirnir hafi kallað „Daesh“ – sem er annað heiti yfir ISIS – áður en þeir ruddust inn í kirkjuna. Deild innan lögreglunnar sem rannsakar hryðjuverk hefur tekið að sér rannsókn málsins.

Jacques Hamel var vígður til prests árið 1958. Talið er að mennirnir hafi farið bakdyramegin inn í kirkjuna upp úr klukkan níu að staðartíma. Talið er að þriðja nunnan í kirkjunni hafi komist út og tókst henni að gera lögreglu viðvart. Sérsveitarmenn voru komnir á vettvang innan fárra mínútna.

Stóru svæði í nágrenni kirkjunnar var lokað fyrir umferð í morgun.
Lögreglan að störfum Stóru svæði í nágrenni kirkjunnar var lokað fyrir umferð í morgun.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun