fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fjögurra mánaða barn alvarlega brennt: Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag í Þjórsársdal til að flytja fjögurra mánaða gamalt barn á Landspítalann. Lögreglan á Suðurlandi segir í samtali við DV að barnið hafi verið með forráðamönnum á tjaldsvæði og hefði heitt vatn helst yfir það.

Sjúkraflutningamenn fóru á svæðið ásamt lögreglu. Mbl greindi fyrst frá en þar segir að þyrlan hafið verið kölluð út og barnið flutt til Reykjavíkur alvarlega slasað á Landspítalann á Fossvogi.

Þá eru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins á Suðurlandi nú að koma konu til aðstoðar sem fótbrotnaði á Vondugiljaaurum við Landmannalaugar. Hálendisvakt björgunarsveitanna í Landmannalaugum er komin að konunni og er beðið eftir liðsauka þar sem um böruburð talsverða vegalengd gæti verið að ræða.

Á sama tíma var björgunarsveit á ferð á Sprengisandi fengin til að sinna fyrstu viðbrögðum í bílveltu sunnan við Aldeyjarfoss í Bárðardal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi