fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Blóðbankann vantar blóð: Þakka góð viðbrögð í gær

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjúklingar fara ekki í sumarfrí,“ var yfirskrift færslu sem birtist á Facebook-síðu Blóðbankans í gær en þá var auglýst eftir blóðgjöfum því blóð vantaði í öllum blóðflokkum.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og samkvæmt færslu á Facebook-síðu Blóðbankans í morgun komu yfir 100 manns í gær og gáfu blóð. Blóðbankinn biðlaði til landsmanna að gefa blóð í gær, hvort sem er í Reykjavík eða á Akureyri. Staðan eftir helgina var ekki góð og var bent á að mikilvægt væri að blóðsöfnun gengi vel í þessari viku fyrir verslunarmannahelgina.

Jafnan gengur verr hjá Blóðbankanum að ná í blóðgjafa þegar landsmenn eru á faraldsfæti en eftir sem áður er þörfin hjá Blóðbankanum 70 blóðgjafar á dag.

Þó að um hundrað manns hafi látið sjá sig í gær vantar enn blóð og því biðlar Blóðbankinn til fólks að koma í dag, ef það getur. „Takk kæru blóðgjafar fyrir góð viðbrögð í gær. Yfir 100 manns komu til okkar en eins og sjá má vantar ennþá blóð í öllum blóðflokkum. Brettum því upp ermi og látum gott af okkur leiða. Opið á Snorrabrautinni og á Akureyri til kl. 15:00 í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala