fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tók aðra konu kverkataki og kýldi í andlitið: Dæmd í 6 mánaða fangelsi

Auður Ösp
Mánudaginn 25. júlí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í sex mánaða fangelsi en hún var sakfelld fyrir þjófnað úr verslun Lyfju og fyrir að hafa ráðist á kynsystur sína í íþróttahúsi. Konan hefur sex sinnum áður verið sakfelld vegna refsilagabrota.

Í dómi segir að konan hafi ráðist á fórnarlambið í apríl síðastliðnum, fyrst í anddyri íþróttahússins með því að slá hana með hægri olnboga í andlit og taka hana kverkataki, og stuttu síðar, á gangi fyrir framan búningsklefa kvenna, með því að kýla hana einu hnefahöggi með hægri hendi í andlit.

Afleiðingarnar voru þær að fórnarlambið fékk mar í andlit vinstra megin, verk og eymsli yfir höfuðkúpu ofan við vinstra eyra, hrufl og bólgu á báðum vörum, rispu og roða á háls, mar á hægri upphandlegg og ofanverðan brjóstkassa vinstra megin, stirðleika og eymsli í hálshrygg, auk þess sem hliðarframtönn vinstra megin í efri kjálka brotnaði, sem og bráðabirgðatannbrú í efri kjálka.

Þá var konan jafnframt sakfelld fyrir að hafa stolið andlitskremi úr verslun Lyfju að andvirði rúmlega 6 þúsund króna.
Hæfileg refsing þótti vera fangelsi, skilorðsbúndið til þriggja ára.

Þá var konan einnig dæmd til að greiða fórnarlambi líkamsárásarinnar rúmar 400 þúsund krónur í miskabætur, auk þess sem hún mun þurfa að greiða Lyfju rúmar sex þúsund krónur vegna stuldsins, auk máls- og sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“