fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Skotárás í Flórída: Tveir látnir og margir særðir

Skotárás í Fort Myers

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tveir eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás í Fort Myers í Flórída í nótt. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að þrjár skotárásir hafi verið tilkynntar en ekki liggur fyrir hvort tengsl séu á milli þeirra.

Fyrst var tilkynnt um skotárás á skemmtistaðnum Club Blu Bar and Grill í Fort Myers en skömmu síðar var tilkynnt um fleiri skothvelli í grenndinni. Að sögn lögreglu voru „fjórtán til sextán“ skotnir og eru einhverjir sagðir vera í lífshættu.

Vefútgáfa breska blaðsins Mirror greinir frá því að fjöldi unglinga hafi verið samankominn á staðnum þegar árásin var framin og að börn allt niður í þrettán ára gömul hafi orðið vitni að árásinni.

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Ekki liggja frekari upplýsingar fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis