fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hálfbróðir Obama ætlar að kjósa Trump

Ekki hrifinn af flokki bróður síns

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malik Obama er hálfbróðir Barack Obama Bandaríkjaforseta en telur sig ekki geta stutt flokk hans í haust.
Malik Obama er búsettur í Kenía en er með bandarískan ríkisborgararétt og hyggst snúa aftur í nóvember til Maryland fylkis og nýta lýðræðislegan rétt sinn.

Að sögn Malik hafa Demókratar valdið honum vonbrigði aftur og aftur. Er hálfbróðir hans þar engin undantekning og segir Malik að hann hafi orðið mjög vonsvikinn þegar Obama ákvað að taka þátt í að steypa Muammar Gaddafi, fyrrum einræðisherra í Líbíu af stóli. Malik segir að Gaddafi hafi verið ,,einn af mínum bestu vinum‘‘ og það hafi engu skilað að koma honum frá völdum.

Einnig er hann ósammála stuðningi Obama forseta við hjónabönd samkynhneigðra. ,,Mér líður eins og Repúblikana núna því þeir styðja ekki hjónabönd samkynhneigðra og það höfðar til mín‘‘ sagði Malik í samtali við bandarískt dagblað.
Malik ætlar að kjósa Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, í haust. Hann gefur lítið fyrir frambjóðanda Demókrata, Hillary Clinton, einkum og sér í lagi vegna tölvupósthneykslis hennar. ,,Hún hefði átt að vita betur‘‘ sagði Malik.
,,Ég kann að meta Donald Trump því hann talar frá hjartanu‘‘ segir Malik um frambjóðanda Repúblikana.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hitti Malik fyrst árið 1985 en þeir eru samfeðra. Malik Obama reyndi að nýta sér þessa tengingu við valdamesta mann heims þegar hann bauð sig fram til embættis ríkisstjóra í Siaya ríki í Kenía í mars 2013. Hann gaf það út að hann væri með ,,beina línu í Hvíta Húsið‘‘ en hlaut einungis tæplega þrjú þúsund atkvæði, um 140 þúsund atkvæðum minna en sigurvegarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“