fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Færri Norðurlandabúar ganga til liðs við ISIS en áður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júlí 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrslur norrænna leyniþjónusta sýna að færri Norðurlandabúar ganga nú til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en áður. Leyniþjónustur í Noregi, Svíþjóð og Danmörku segja þetta og undir þetta tekur einn helsti sérfræðingur Norðurlandanna í málefnum hryðjuverkamanna. Eyjan greinir frá.

Í skýrslu dönsku leyniþjónustunnar, PET, var greint frá því að í apríl hafi 135 danskir ríkisborgarar í það minnsta farið til Sýrlands til að taka þátt í stríðinu. Þá segir að þeim fari fækkandi sem haldi til Sýrlands að berjast.

Það sama er uppi á teningnum í Svíþjóð, en öryggislögreglan þar í landi, Säpo segir að fjöldi sænskra ríkisborgara sem haldið hafi til Sýrlands hafi náð hámarki á árunum 2013 og 2014. Þá telur norska leyniþjónustan að mun færri munu halda til Sýrlands til að berjast, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu.

Þá segir Magnus Ranstorp, sérfræðingur í málefnum hryðjuverkamanna að ein af skýringunum á því að fjöldinn fari minnkandi, sé vegna þess að í upphafi hafi ISIS lokkað til sín einstaklinga sem talist hafi auðveldir. Hugsanlega atvinnulausir eða þeir sem komist hafi upp á kant við lögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband