fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Víkingaskip kemst í kast við lögin

Haraldur Hárfagri í vanda

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskt skip sem smíðað var í þeim tilgangi að líkja eftir víkingaskipum fornum daga, hefur lent í vandræðum við komu sína til Bandaríkjanna.

Skipið sem ber nafnið Drekinn Haraldur hárfagri, kom að ströndum Bandaríkjanna fyrr í þessum mánuði. Áhöfn skipsins hefur þurft að takast á við andstæðing sem víkingarnir þekktu ekki, nefnilega nútíma öryggislöggjöf. Einhverjir muna eflaust eftir því þegar skipið hafði viðkomu hér á landi í apríl síðastliðnum á leið sinni yfir Atlantshafið.

Babb í bátinn

Eftir að hafa siglt sem leið liggur frá Noregi til Kanada var komið að því að sigla til Bandaríkjanna. Áætlun skipverja var að sigla um Vötnin miklu sem eru við landamæri landana tveggja. Þá kom babb í bátinn. Bandaríska strandgæslan tilkynnti skipverjum á Drekanum Haraldi hárfagra að til þess að mega sigla um Vötnin yrði að vera með í för vottaður hafnsögumaður. Slíkur aðili væri á tímakaupi og reiknaðist skipverjum til að kostnaðurinn við að fá hafnsögumann væri hátt í 400 þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 49 milljónir króna.

,,Áhöfnin er í öngum sínum“ er haft eftir Woody Wiest, meðlimi í áhöfn Drekans Haraldi hárfagra. Flestir skipverja eru sjálfboðaliðar. Stuðningsmenn siglingarinnar hafa gripið til þess ráðs að safna undirskriftum til að mótmæla kröfu strandgæslunnar og hafa fengið meira en 10 þúsund undirskriftir sér til stuðnings. Skipuleggjendur hátíða sem skipið átti að heimsækja fóru af stað með söfnun til að geta greitt hafnsögumanni laun og hafa sóst eftir framlögum frá almenningi.

Búið er að safna nægu fé til að sigla skipinu til Chicago í Illinois. Hins vegar vantar enn talsvert fé til að geta siglt til Green Bay í Wisconsin og Duluth í Minnesota og er allskostar óvíst hvort það takist en Drekinn Haraldur hárfagri átti að koma til borgana í ágúst. Þeim sem vilji leggja málefninu lið er bent á [söfnunarsíðu](https://fundraising.sonsofnorway.com/events/help-draken-sail-again/e87482

„Baráttu okkar er ekki lokið enn“ er haft eftir skipverjum í yfirlýsingu.

Lög eru lög

Lorne Thomas, talsmaður Strandgæslunnar sagði stofnunina vera bundna af lögum frá árinu 1960 sem skylduðu öll erlend skip sem sigla vildu um Vötnin miklu til að vera með hafnsögumann. Ekki væri hægt að veita undanþágu frá lögunum, jafnvel þó stofnunin vildi ólm gera það. „Því miður eru lögin svona. Hvort breyta eigi lögunum er eitthvað sem má skoða. Það verður hins vegar að gerast á vettvangi þingsins.“

Talsmenn Drekans Haralds hárfagra hafa lýst vandræðum sínum sem afleiðingum flókinna og íþyngjandi reglugerða sem gilda um Vötnin miklu. Gagnrýna þeir harkalega þann mikla kostnað sem skip af slíku tagi, lítil og gerð út af samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, þurfa að standa straum af til að geta siglt um svæðið.
Flókið lagaumhverfi og mikill kostnaður

Undanþága veitt í Kanada

Skipstjóri Drekans Haralds hárfagra, Björn Ahlander, sagði í myndbandi sem birt var á Facebook síðu skipsins að í Kanada hefði skipinu verið veitt undanþága frá reglugerðum um hafnsögumenn. Slíkt hafi hins vegar ekki verið mögulegt við komuna til Bandaríkjanna. Yfirmaður siglingaryfirvalda Kanada við Vötnin miklu, Robert Lemire, lét hafa eftir sér að þó að þeir hefðu gefið skipinu undanþágu gilti hún ekki í Bandaríkjunum. Sameiginleg umsjón Bandaríkjana og Kanada með Vötnunum miklu hefur leitt af sér frumsókn laga og reglugerða sem utanaðkomandi og jafnvel innfæddir eiga erfitt með að botna í.

Mikill stuðningur

Hinn mikli kostnaður sem fylgir því að ráða hafnsögumenn sé alþjóðlegt vandamál vegna skorts á fólki. Það sé því mjög stór biti fyrir minni skip að ráða hafnsögumenn. Stórfyrirtæki sem einnig starfi svæði Vatnanna miklu eigi mun auðveldara með að standa straum af slíkum kostnaði en talið er að slík starfsemi skili Kanada og Bandaríkjunum meira en 30 milljörðum Bandaríkjadala á ári, meira en þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Sarah Blank, talskona skipsins, segir áhöfn þess vera í skýjunum yfir þeim mikla stuðningi sem almenningur hafi sýnt þeim. Búið sé að safna um 60 þúsund Bandaríkjadölum eða rúmu sjö milljónum íslenskra króna fyrir launum hafnsögumanns. ,,Við erum ótrúlega þakklát öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur. Við vissum að fólk væri áhugasamt um verkefnið, en viðtökurnar hafa komið okkur í opna skjöldu.‘‘ Vonast áhöfnin eftir að með þessu áframhaldi muni takast að safna því fé sem til þurfi og för skipsins ekki riðlast frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks