fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðni er orðinn sterkari en gerendurnir

Guðni Örn Jónsson

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júlí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með þeirra hjálp varð ég að sigurvegara ekki fórnarlambi“

Guðni Örn Jónsson, húsasmíðameistari og byggingartæknifræðingur, var misnotaður í æsku, bæði af manni í KFUM og manni sem kenndi honum golf á Akranesi. Í dag eru liðnir meira en fjórir áratugir frá atburðunum og segir hann líf sitt hafa batnað til muna eftir að hann steig fram og sagði sögu sína. „Það opnaðist á svona mál í þjóðfélaginu 1997 vegna umræðunnar um Ólaf biskup, ég tók af skarið 1999, var að vinna í þessu og gafst mörgum sinnum upp. Svo byrjaði ég kerfisbundið að vinna í þessu 2011.“

Í dag er Guðni sigurvegari, stærsti sigurinn var þegar hann gat horfst í augu við gerendur sína og sýnt þeim að hann væri orðinn sterkari en þeir: „Það angraði þá mikið, eins og annan þeirra, sem reyndi að hafa samband við mig aftur og vildi biðja mig fyrirgefningar, ég sagði nei. Hinn reyndi þetta líka, golfkennarinn, hann reyndi að nálgast mig mörgum sinnum en ég gaf honum aldrei færi á því. Þeir þola þetta ekki, því þeir eru vissulega veikir blessaðir og þeir gera þetta til að drottna yfir manni.“

Hann segir engan geta tekist á við svona mál nema viljinn sé fyrir hendi: „Erfiðast í þessum málum er að komast yfir skömmina og líka það að lemja inn í hausinn á sér að þetta var ekki manni sjálfum að kenna, ég bauð ekki upp á þetta, það er stærsta skrefið. Maður þarf að gera sér grein fyrir að þetta var manneskja, einstaklingur sem var með yfirburðastöðu gagnvart mér sem barni og gat gert á minn hlut í krafti stærðar, aldurs og vitsmuna.“ Guðni segir hópvinnu hafa hjálpað mikið þar sem hægt sé að ræða við fólk sem viti nákvæmlega um hvað er verið að tala.

Guðni segist eiga Stígamótum og Drekaslóð mikið að þakka. Áður en hann leitaði sér aðstoðar glímdi hann við erfið þunglyndisköst. „Ég var kominn á þann stað í lífinu að ég þurfti að velja hvað ég ætlaði að gera, ég var gefast upp, kominn á krossgötur. Var þetta búið eða átti ég annan valkost, ég gat ekki meira. Já, ég hafði valkost, að vinna í mér. Sem betur fer eru til staðar félagasamtök eins og Stígamót og Drekaslóð, sem koma manneskjum með okkar reynslu á rétta veginn, sem er breiður og beinn,“ segir Guðni.

„Með þeirra hjálp varð ég að sigurvegara ekki fórnarlambi. Það vill enginn vera fórnarlamb, heldur sigurvegari. Í dag er ég venjulegur maður sem skilar sínu eins og hver annar í þjóðfélagi okkar. Það er góður staður að vera á, staður sem gefur okkur sjálfsvirðingu, virðingu gagnvart öðrum, sjálfsmynd, sem er mynd allra, ekki bara mín því ég á ekki skilið að eiga hana einn heldur eigum við hana öll. Bara þess vegna verður lífið fallegra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“