fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Druslugangan gengin í sjötta sinn: Munu ganga þar til kynferðisofbeldi hefur verið útrýmt úr íslensku samfélagi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í Reykjavík í dag. Þrátt fyrir leiðindarveður setur það skipuleggjendur ekki úr jafnvægi að ganga fyrir málstaðinn.

Í samtali við RÚV segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda göngunnar að viðburðurinn sé bæði samstöðufundur og kröfganga. Þarna kalli fólk eftir breyttu og bættu samfélagi.

Eva segir að umræðan hafi þróast og að hún sé komin lengra frá því gangan var gengin fyrst, fyrir sex árum síðan.

„Þú ert að aldrei að bjóða upp á ofbeldi. Þú ert aldrei að senda þau skilaboð, sama hvað þú gerir, að það megi beita þig kynferðislegu ofbeldi,“ segir hún enn fremur.

Undanfarna daga hafa gengið manna á milli örskýringar frá skipuleggjendum göngunnar, þar sem fram koma þjóðþekktir einstaklingar og útskýra ýmis hugtök tengd göngunni.

Þá má lesa í helgarblaði DV viðtöl við karlmenn sem hafa verið þolendur kynferðisofbeldis.

Sjá nánar: „Ég veit að ég á ennþá langt í land“

Sjá nánar: Má ekki láta árásarmanninn vinna

Þá segir Hjalti Vigfússon, sem einnig kemur að skipulagningu göngunnar í samtali við Vísi að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi.

Hann segir umræðu síðustu daga um kynferðisbrot gefa göngunni aukinn málstað og aukinn kraft. Hann telur það sýna fram á nauðsyn göngunnar.

„Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum